fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Við Harry Hole: Meira vit á snúningsboltum og proggrokki en stelpum

Egill Helgason
Föstudaginn 21. febrúar 2020 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er kafli úr bók sem nefnist Hnífur, það er nýjasta bók Jo Nesbö um lögreglumanninn Harry Hole. Harry er hugprúður og vænn, en á oft í dálitlum erfiðleikum með sjálfan sig.

Þarna segir frá unglingsárum Harry Hole, en nú vill svo til að þetta er nánast eins og lýsing á þessu sama skeiði í lífi mínu – og hún býsna nákvæm. Við Oddur Sigurðsson vinur minn dvöldum löngum stundum við borðtennisleik í kjallaranum á Ásvallagötu 13. Við hlustuðum meðal annars á King Crimson – ég var mikill proggari – og það passar alveg að við höfum haft meira vit á „snúningsboltum og proggrokki“ en stelpum.

Ég hef hins vegar stundum orðað það þannig að ég hafi hætt í borðtennis þegar fyrsta stelpan gaf mér almennilega gaum. Svo man ég að ég sá hana ganga yfir skólalóðina í Hagaskóla og þá var íþróttaferlinum eiginlega lokið. En ég sakna samt borðtennissins smá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur