fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Styrmir áhyggjufullur: „Mikið alvörumál fyrir samfélagið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. febrúar 2020 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir það segja einhverja sögu um hugarástand fólks að 87,6 prósent félaga í BSRB hafi samþykkt verkfall sem nær til 15.400 félagsmanna. Verkfallið byrjar 9. mars hafi samningar ekki tekist.

Styrmir skrifar um málið á heimasíðu sína og bendir á að almannaþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu, skóla, sundlaugar og frístundaheimili muni lamast. Þá muni starfsmenn hjá skattstjórum og sýslumönnum leggja niður störf. Styrmir segir að ef til vill sé ekki mikil ástæða til bjartsýni.

„Slíkt verkfall er mikið alvörumál fyrir samfélagið og erfitt fyrir þá, sem utan við standa að skilja hvernig vera má að slík staða sé komin upp eftir að samningar náðust á almennum vinnumarkaði fyrir ári. Miðað við stöðuna í kjaraviðræðum Eflingar og Reykjavíkurborgar virðist ekki mikil ástæða til bjartsýni um framhaldið.“

Styrmir vill ekki segja til um hverjar pólitískar afleiðingar slíks verkfalls yrðu, en segir augljóst að það myndi reyna mjög á stjórnarsamstarfið. „Nema það sama eigi við um VG og Samfylkinguna, þ.e. að báðir flokkarnir hafi algerlega misst tengslin við rætur sínar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur