fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Á leið á hvíta tjaldið: Kvikmyndir sem vert er að veita athygli

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 15. september 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessum mánuði og þeim næsta verða áhugaverðar kvikmyndir frumsýndar vestanhafs og rata væntanlega fljótlega til íslenskra kvikmyndahúsgesta. Hér er sagt frá nokkrum þeirra.

It er ein af bestu skáldsögum Stephen King. Þar segir frá börnum sem komast í kynni við hryllingsveru. Bill Skarsgaard, Jaeden Lieberher og Finn Wolfhard fara með aðalhlutverkin. Til stendur að gera síðan framhaldsmynd.
It It er ein af bestu skáldsögum Stephen King. Þar segir frá börnum sem komast í kynni við hryllingsveru. Bill Skarsgaard, Jaeden Lieberher og Finn Wolfhard fara með aðalhlutverkin. Til stendur að gera síðan framhaldsmynd.
Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence fer með aðalhlutverkið í sálfræðitrylli sem leikstýrt er af Darren Aronofsky, sem er unnusti hennar. Í öðrum hlutverkum er sannkallað hæfileikafólk: Javier Bardem, Ed Harris og Michelle Pfeiffer. Jóhann Jóhannsson er höfundur tónlistarinnar. Myndin segir frá hjónum sem finnst tilveru sinni ógnað þegar þau kynnast dularfullu pari.
Mother Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence fer með aðalhlutverkið í sálfræðitrylli sem leikstýrt er af Darren Aronofsky, sem er unnusti hennar. Í öðrum hlutverkum er sannkallað hæfileikafólk: Javier Bardem, Ed Harris og Michelle Pfeiffer. Jóhann Jóhannsson er höfundur tónlistarinnar. Myndin segir frá hjónum sem finnst tilveru sinni ógnað þegar þau kynnast dularfullu pari.
Michael Fassbender bregður sér í hlutverk Harry Hole í mynd sem gerð er eftir sögu Jo Nesbö, Snjókarlinum. Rebecca Ferguson, Val Kilmer, Chloe Sevigny, Charlotte Gainsborough og J.K. Simmons eru meðal annarra leikara.
The Snowman Michael Fassbender bregður sér í hlutverk Harry Hole í mynd sem gerð er eftir sögu Jo Nesbö, Snjókarlinum. Rebecca Ferguson, Val Kilmer, Chloe Sevigny, Charlotte Gainsborough og J.K. Simmons eru meðal annarra leikara.
George Clooney leikstýrir glæpa-gamanmyndinni Suburbicon sem er meðal mynda sem sýndar eru á Feneyjakvikmyndahátíðinni og fer síðan í almenna sýningu. Meðal leikara er Julianne Moore, sem hér sést með Clooney í Feneyjum. Aðrir leikarar eru Matt Damon og Oscar Isaac. Coen-bræður eru handritshöfundar.
Suburbicon George Clooney leikstýrir glæpa-gamanmyndinni Suburbicon sem er meðal mynda sem sýndar eru á Feneyjakvikmyndahátíðinni og fer síðan í almenna sýningu. Meðal leikara er Julianne Moore, sem hér sést með Clooney í Feneyjum. Aðrir leikarar eru Matt Damon og Oscar Isaac. Coen-bræður eru handritshöfundar.
Idris Elba og Kate Winslet eru ferðalangar sem lifa af flugslys en eru föst í óbyggðum um vetur. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók. Beau Bridges og Dermot Mulroney eru einnig meðal leikenda.
The Mountain Between US Idris Elba og Kate Winslet eru ferðalangar sem lifa af flugslys en eru föst í óbyggðum um vetur. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók. Beau Bridges og Dermot Mulroney eru einnig meðal leikenda.
Colin Farrell og Nicole Kidman léku saman í myndinni Beguiled og leiða aftur saman  hesta sína í nýjum sálfræðitrylli. Skurðlæknir þarf að færa ótrúlega fórn eftir að andlegri heilsu konu hans hrakar og ungur drengur sem hann hefur tekið undir verndarvæng sinn fer að sýna ógnvænlega hegðun.
The Killing of the Sacred Deer Colin Farrell og Nicole Kidman léku saman í myndinni Beguiled og leiða aftur saman hesta sína í nýjum sálfræðitrylli. Skurðlæknir þarf að færa ótrúlega fórn eftir að andlegri heilsu konu hans hrakar og ungur drengur sem hann hefur tekið undir verndarvæng sinn fer að sýna ógnvænlega hegðun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“