fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Sláandi frásagnir

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 16. september 2017 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV sýndi síðastliðið miðvikudagskvöld verðlaunaheimildamyndina, Vísindakirkjan og fjötrar trúarinnar (Going Clear: Scientology and The Prison of Belief). Myndin hófst seint vegna þess að brýn ástæða þótti til að sýna áhorfendum myndir af einhverju körfuboltamóti úti í heimi. Kannski hefur einhver áhuga á því, en er RÚV ekki með sérstaka íþróttarás? Er kannski búið að leggja hana niður? Það getur ekki verið sáluhjálparatriði fyrir sjónvarpsáhorfendur þessa lands að horfa á íþróttir á hverju kvöldi, en þessa dagana má maður varla kveikja á sjónvarpinu án þess að neyðast til að sjá boltaleik.

Þetta kvöld var engin undantekning og fyrir okkur sem höfum áhuga á að kynnast störfum Vísindakirkjunnar var ekkert annað í boði en að bíða eftir að boltaleikjum lyki. Þá gátum við loks horft á okkar mynd og vöktum lengi. Áhorfið var samt sannarlega þess virði.

Sögð var saga stofnanda Vísindakirkjunnar, sem var ekki fínn pappír. Sagt var frá frægum einstaklingum sem lúta vilja Vísindakirkjunnar og ber þar hæst John Travolta og Tom Cruise. Það verður að segjast eins og er að þær upptökur sem sýndu Tom Cruise á fundum Vísindakirkjunnar bentu sterklega til þess að hann hefði tapað vitglórunni.

Talað var við fyrrverandi meðlimi söfnuðarins, sem sumir voru þar í áratugi áður en þeir slitu sig lausa. Þeir lýstu taumlausri valdníðslu og andlegu ofbeldi sem þarna viðgengst. Sögðu frá því hvernig fólk er heilaþvegið þannig að það segir skilið við fjölskyldu sína til að fylgja kirkjunni. Einfaldlega sláandi frásagnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna