fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Að hanga á horreiminni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 19:42

Vigdís Hauksdóttir Mynd Ari Brynjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir hefur átt marga snilldarleiki varðandi íslenska tungu – það er ekki hægt að segja annað en málnotkun hennar sé skapandi og myndræn. Um það eru allmörg dæmi. Til dæmis talaði hún eitt sinn um að stinga höfðinu í steininn og í annað sinn um að kasta grjóti úr steinhúsi.

Hér er nýtt dæmi, það er úr hörkurifrildi á fundi borgarstjórnar í dag en þar var rætt um hið eldfima og langvinna braggamál.

„Þetta eru aumingjaleg vinnubrögð en alveg í anda borgarstjóra sem er kominn út í horn og hangir á horreiminni í sínum stól. Ráðast á persónu mína.  Vel gert Dagur B. Eggertsson. Eini starfandi maður sem var í Braggamálinu. Til hamingju.“

Ekki dettur mér í hug að leiðrétta málfar Vigdísar. Það gæðir pólitíkina lífi á sinn hátt. En hefðbundnara hefði til dæmis verið að segja að Dagur haldi dauðahaldi í stól sinn, gripi í hálmsstrá í embætti eða héngi á bláþræði – svo nokkuð sé nefnt.

Því þótt maður geti vel séð fyrir sér einhvers konar horreim, þá mun vera algengara að segja að menn hangi á horriminni – en það þýðir að líða mikinn skort, svelta, vera bjargþrota, fátækur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur