fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Guðmundur flýr Ísafjörð – „Hér líður okkur ekki lengur vel“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Gunnarsson, sem nýlega hætti í starfi bæjarstjóra á Ísafirði, er að yfirgefa Ísafjörð með fjölskyldu sína, meðal annars vegna kjaftagangs. „Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna,“ segir Guðmundur.

Guðmundur segir að honum og fjölskyldunni hafi liðið mjög vel á Ísafirði enda eru þetta æskuslóðir hans. Þessu er hins vegar ekki lengur að heilsa. Hann skrifar í yfirlýsingu um þetta á Facebook-síðu sinni:

„Það er sannarlega skrítin tilfinning að finnast maður ekki lengur velkominn í samfélaginu sem ól mann upp. En þannig er það nú samt. Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum.“

Yfirlýsingin er eftirfarandi í heild:

Við höfum ákveðið að flytja frá Ísafirði. Það var ekkert endilega augljósasti kosturinn í stöðunni eftir starfslokin í janúar. Hér hefur okkur liðið mjög vel, keypt okkur hús, börnin hafa aðlagast og við notið þess að vera nálægt vinum, fjölskyldu, fjöllum og heimahögum.

Það er sannarlega skrítin tilfinning að finnast maður ekki lengur velkominn í samfélaginu sem ól mann upp. En þannig er það nú samt. Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna.

En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau.

Við flytjum því að heiman öðru sinni á lífsleiðinni en förum héðan með stútfullan bakpoka af skínandi góðum minningum. Hér eigum við marga góða vini og fyrrverandi samstarfsfélaga. Fólk sem við treystum, vitum að skilur málavexti og þekkir okkur. Við erum reynslunni ríkari og höfum lært heilmikið um mannlegt eðli og innræti. Bæði dökkar hliðar og ljósar. Dökku minningarnar ætlum við að skilja eftir fyrir vestan. Flokka þær sem spilliefni. Þær ljósu tökum við með okkur á nýjan stað. Til moltugerðar og næringar.

Vestfirðir munu samt alltaf eiga hjörtu okkar. Það breytist ekki. Framtíðin er björt. Sjáumst síðar. Takk og bless.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans