Helstu veðbankar Evrópu spá nú Íslandi tólfta sæti í Eurovision. Þrátt fyrir að Ísland sé ekki búið að velja fulltrúa sinn í keppninni.
Hugsanlega væri hægt að rekja þetta til vinsældir Daða og Gagnamagnsins fyrir utan landsteina. Daði og Gagnamagnið fengu stuðning úr óvæntri átt. Lagið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og tjáði meðal annars breski Eurovision-sjónvarpsmaðurinn Rylan Clark-Neal sig um lagið á Twitter.
Sjá einnig: Daði slær í gegn hjá breskum stjörnum: „Aflýsið Eurovision“
Íslandsvinurinn og Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe er mikill stuðningsmaður um Eurovision-keppnina og hefur lagt blessun sína á lag Daða Freys og Gagnamagnsins.
Sjá einnig: Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið
Úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins verður 29. febrúar næstkomandi. Það verður áhugavert að sjá hver staða okkur í veðbönkunum verður eftir það.