fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Simmi Vill: „Við skulum minnast Ingva Hrafns í hvert skipti sem við freistum þess að skilja eftir okkur rusl og úrgang á víðavangi“

Auður Ösp
Laugardaginn 23. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður deilir frásögn á facebokksíðu sinni sem ætti að vera öllum áminning um að umgangast náttúruna af virðingu. Sigmar, sem einnig er þekktur sem Simmi Vill og annar hluti tvíkeykisins Simmi og Jói, segir frá kynnum sínum af nokkuð sérstökum hrafni sem skírður var í höfuðið á góðkunnum íslenskum sjónvarpsmanni.

„Þessum hrafni kynntist ég í Selá í sumar. Ég gaf honum nafnið Ingvi. Hann var verulega gæfur og áttum við góðar stundir saman í veiðihúsinu“ ritar Simmi en fram kemur að Ingvi Hrafn hafi síðan ekki látið sjá veiðihúsið í þó nokkurn tíma. Taldi Simmi víst að Ingi Hrafn væri fallinn frá þar sem Ingvi Hrafn hafði verið með girni vafið um fæturna seinast þegar þeir hittust og ekki tókst að losa það. Kvaðst Simmi telja fullvíst að Ingvi Hrafn hefði flækt girnið í trjágróður og fest sig.

„Það er fúlt að vita til þess að Ingvi Hrafn hafi dáið af völdum skussa sem skilja eftir sig rusl í náttúrunni. Sérstaklega skussum sem eru að njóta útiveru og auðlinda náttúrunnar. Við skulum minnast Ingva Hrafns í hvert skipti sem við freistum þess að skilja eftir okkur rusl og úrgang á víðavangi,“ ritaði Simmi síðan en síðar meir uppfærði hann færsluna með þeim gleðifréttum að vinur hans Ingvi Hrafn væri í raun sprellifandi.

„En boðskapurinn er eftir sem áður góður, ekki skilja eftir rusl í náttúrunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi