fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Leitar ökumannsins sem keyrði á Fróða og stakk af: „Ég vil bara fá að horfa framan í manneskjuna og fá svör“

Auður Ösp
Mánudaginn 18. september 2017 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil bara fá að horfa framan í manneskjuna sem gerði honum þetta og fá svör. Ég vil ekki pening, ég vil ekki kæra, ég vil bara fá svör. Fróði er örugglega gæfasti og yndislegasti köttur í heimi og það þykir öllum sem þekkja hann vænt um hann,“ segir Jóhanna Ósk Maríudóttir Nielesen, kattareigandi en köttur hennar Fróði er illa særður eftir að óprúttinn aðili keyrði á hann og stakk af. Hlaut Fróði meðal annars mjaðmagrindabrot.

Jóhanna birti í morgun færslu á facebook þar sem hún auglýsti eftir ökumanninum.

„Manneskjan hættir aldrei að koma mér að óvörum. Í nótt keyrði eitthvað kvikindi á Fróða, og í staðinn fyrir að stoppa bílinn og gá hvort að allt væri í lagi með hann, þá ákvað ógeðið að keyra í burtu. Fróði náði einhvern veginn að draga sig upp að útidyra hurðinni okkar þar sem við fundum hann skítugan og kaldan!

Fróði er mjaðmagrindbrotin og þarf að fara í aðgerð til að láta fjarlægja mjaðmakúlu, en fyrst þurfum við að bíða og athuga hvort að hann sé með taugaskemmdir og ef þær eru til staðar þá þarf að leyfa honum að sofna,“ ritaði Jóhanna um leið og hún biðlaði til fólks sem kynni að hafa upplýsingar um málið að hafa samband við sig. „Fróði er tryggður þannig að við viljum ekki pening, við viljum útskýringar.“

Í samtali við DV.is segir Jóhanna brýnt að vekja athygli á athæfi sem þetta stangi á við dýraverndunarlög. „Kannski eitthvað sem maður getur rætt fyrst kosningar eru á næsta leiti,“ bætir Jóhanna við en Fróði var fluttur á Dýraspítalann í Víðidal þar sem honum voru gefin verkjalyf. Jóhanna segir spjara sig vel miðað við aðstæður.

Hún segir augljóst að keyrt hafi verið á Fróða, en atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina, sárin eru í samræmi við það að það hafi verið keyrt á hann.“

Hún segir jákvæð viðbrögð við færslunni hafa glatt sig mikið, en Fróði er henni og fjölskyldunni afar kær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“