fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjapeyinn (og núverandi Álftnesingur og þar með Garðbæingur) Gunnar Júlíusson hefur í áraraðir verið afkastamikill grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Hann er nú listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar en listamenn í myndlistarfélaginu Grósku í Garðabæ halda til skiptis sýningar þar, einn mánuð í senn. Með þessari grein má sjá nokkrar myndir Gunnars á sýningunni.

„Ég er hrifinn af mörgum stefnum málaralistarinnar, en er oftast fígúratífur og teikna og mála andlitsmyndir og skopmyndir hvort sem er í olíu, akrýl, pastel, bleki, kolum eða í tölvu. Mér finnst endurvinnslulist heillandi og nota gamalt timbur með sál, marið og barið með götum og ryðnöglum. Nota einnig gamla glugga og ramma, striga og gömul kort og vel blaðsíður með krassandi fyrirsögnum sem tengjast viðfangsefninu. Þessir oft þvældu hlutir verða hluti af verkinu, segja sína sögu og gefa því meiri dýpt.“

Þjóðfélagsádeila er fyrirferðarmikil í verkum Gunnars og gott dæmi um það er nýleg mynd sem sjá má hér að neðan, en þar er umræðan um kjör fólks í ummönnunarstörfum kveikjan. Myndin er máluð á gamalt og stagbætt landakort sem snýr niður. Gunnar segir um verkið:

„Mér finnst umfjöllun síðustu daga um léleg kjör fólks í umönnunargreinum og kennslu vera þörf og áhrifarík. Mér hefur lengi fundist að þessar greinar ættu að fá hærri umbun fyrir sín mikilvægu störf en þeir sem hugsa um peninga. Þarna gefur fjallkonan fólki fingurinn en það eru nokkuð sem margir upplifa um hver mánaðamót. Ísland er ekki allra.“

Verkið „Íslands eina von“ er annað dæmi um þjóðfélagsádeildu. „Þetta er stríðalinn og montinn Andrés önd. Hann er útrásarvíkingur fyrir hrun og eins og gerist alltaf hjá honum þá klikkaði allt hjá þeim. Verkið er málað á blöð úr gömlum Andrés blöðum þar sem grillir í bófasögu,“ segir Gunnar.

Annað verk er „Mannskepna“ en þar má sjá hauskúpu af mandríl apa. Við látum oft eins og apar og erum grimm. Mannskepnan er líka full af hégóma, hér með kórónu og gulltönn og þykjumst vera konungar dýranna og jarðarinnar.“

 

Húmor og kaldhæðni

„Ég hef gaman af ýktri tjáningu í verkum, húmor og kaldhæðni og finnst helst að það þurfi að vera eitthvað í verkinu sem ýtir við fólki, er sjokkerandi og jafnvel pirrandi. Ég fer oft gegn viðurkenndum viðhorfum og ímyndum eða tek það sem er í umræðunni og skrumskæli það,“ segir Gunnar enn fremur.

Óumflýjanlegt

Sýningin er í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, og stendur til og með 29. febrúar. Sýningin heitir „Íronía“ og er opin á opnunartíma safnsins. Gunnar sjálfur verður til skrafs á sýningunni tvo næstu laugardaga frá kl. 13 til 15, eða eftir samkomulagi.

Stórasta land í heimi

Sjá einnig: www.gunnarjul.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram