fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Gunnar Smári hjólar í Hörpu – „Láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar hittust hjá ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta skipti í 11 daga til að reyna að skera á hnútinn í kjaraviðræðunum, en í gær hófst ótímabundið verkfall Eflingar. Fundað verður aftur á morgun.

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalistaforingi er dyggur stuðningsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Hann skrifar um kjaradeiluna í dag á Facebook og sakar fyrrverandi starfsmann Eflingar, Hörpu Ólafsdóttur, um dómgreindarleysi og að baktala forystu Eflingar í eyru meirihlutans í Reykjavík:

„Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýrri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það? Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna,“

segir Gunnar Smári og skýtur föstum skotum á borgarstjóra fyrir sinn þátt:

„Það hefur mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn). Fólkið í meirihlutanum hefur margsannað að það er ekki í standi til að rekajafn stóra einingu í Reykjavíkurborg er; framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það að skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“

Tilefni sérstaka siðareglna ?

Harpa hætti hjá Eflingu þegar Sólveig Anna tók við stjórnartaumunum þar, en forystuskiptin árið 2018 í Eflingu þóttu ansi stormasöm líkt og áður hefur verið fjallað um.

Gunnar Smári og forysta Eflingar hafa áður gagnrýnt Hörpu fyrir að hafa „skipt um lið“ og sitja hinum megin borðsins. Spurði Gunnar af því tilefni hvort ástæða væri til að setja sérstakar siðareglur sem bönnuðu slík starfskipti:

„Í tillögum siðfræðinga um breytta stjórnmálamenningu má meðal annars finna tillögu um að banna stjórnmálamönnum að hoppa úr stjórnmálum yfir borðið í þjónustu hagsmunasamtaka fyrirtækja- og fjármagnseigenda. En hvað með verkalýðshreyfinguna, á hún að setja sér slíkar reglur? Harpa Ólafsdóttir, sem stýrir nú samningum við verkalýðsfélögin fyrir hönd Reykjavíkurborgar var þar til fyrir rúmu ári síðan forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar og hagfræðingur félagsins. Reykjavíkurborg er náttúrlega ekki hagsmunasamtök hinna fáu ríku, heldur lýðræðisvettvangur allra borgarbúa; en það er samt skrítið að sá sem áður samdi fyrir hönd Eflingar um hækkun launa við Reykjavíkurborg skuli nú sitja hinum megin borðsins og verjast kröfum Eflingar og annarra verkalýðsfélaga um hækkun launa og styttingu vinnuvikunnar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur