fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Ísland ekki lengur dýrasta land í heimi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. febrúar 2020 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt úttekt CEOWORLD tímaritsins er Ísland þriðja dýrasta land í heimi. Ísland hefur gjarnan verið efst á listum þegar kemur að ýmiskonar kostnaði, hvort sem er á fasteignum,- leigu,- mat, eða bjór.

Nú síðast í janúar var Ísland dýrasta land í heimi samkvæmt úttekt Business Insider.

Samkvæmt lista CEOWORLD, sem birtur var þann 2. febrúar, er Sviss dýrasta landið til að búa í, þá Noregur og loks Ísland í þriðja sæti. Þá koma Japan, Danmörk Bahama eyjur, Lúxemborg, Ísrael, Singapúr og Suður- Kórea.

Ódýrasta land heims er Pakistan, en 132 lönd eru á listanum.

Tölfræði CEOWORLD er fengin frá ýmsum rannsóknum og opinberri tölfræði og vísitölum er snerta húsnæði, fatakostnað, leigubílakostnað, internetkostnað, matvöruverð, samgöngukostnað, og verð á matsölustöðum.

Hér má sjá topp 20 dýrustu löndin en listann í heild sinni má sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins