fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Þórdís Lóa og Reykjavíkurborg sögðu ósatt um braggaskýrsluna – „Það er ekkert nýtt í þessari skýrslu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. febrúar 2020 18:00

Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Reykjavíkurborgar gerðust brotlegir við lög um skjalavörslu er varðar braggamálið, samkvæmt frumkvæðisrannsókn borgarskjalavarðar, líkt og greint hefur verið frá, en fréttir birtust af skýrslunni í gær.

Sjá nánar: Sjáðu það sem almenningur mátti ekki sjá – Afhjúpandi tölvupóstar Reykjavíkurborgar
Sjá nánarEinbeittur brotavilji starfsmanna Reykjavíkurborgar – Viðurlögin allt að þriggja ára fangelsi
Sjá nánarKrefst afsagnar Dags í kjölfar kolsvartrar skýrslu – „Hrein og klár hylming á opinberum gögnum“
Sjá nánar: Sviðsstjóri Reykjavíkurborgar segist ósammála skýrslunni um lögbrotin

Í kjölfar fréttaflutnings af málinu í gær sendi upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar út tilkynningu þar sem því var borið við að ábendingar í skýrslu borgarskjalavarðar væru „samhljóða skýrslu innri endurskoðanda um Nauthólsveg 100.“

Með öðrum orðum, það hafi ekkert nýtt komið fram um braggamálið í skýrslu borgarskjalasafnsins.

Orðalag tilkynningarinnar var nánast orðrétt upp úr bókun meirihlutans á fundi borgarráðs í gær, þar sem skýrslan var fyrst kynnt.

Í bókuninni segir:

„Það má segja að skýrsla borgarskjalavarðar sé samhljóma skýrslu innri endurskoðanda um Nauthólsveg 100.“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, endurtekur þessi orð í Morgunblaðinu í dag í umfjöllun um málið og bætti við:

„Það er ekkert nýtt í þessari skýrslu.“

Röng staðhæfing

Þetta er hins vegar ekki rétt hjá Þórdísi Lóu, né upplýsingafulltrúanum. Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, er skrifuð fyrir skýrslunni. Hún staðfesti við Eyjuna í gær að tilkynning Reykjavíkurborgar um málið væri ekki rétt og þar af leiðandi eru orð Þórdísar Lóu ekki rétt heldur, en Svanhildur sagði skriflega:

„Ljóst er að skýrsla Borgarskjalasafns er ýtarlegri um skjalavörsluna en skýrsla IE.“

Á þetta minnist einnig Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem skrifar um málið í dag:

„Þessi fullyrðing formanns borgarráðs er röng. Eftir að skoðun innri endurskoðunar borgarinnar á braggahneykslinu lauk og Borgarskjalasafn hóf að eigin frumkvæði rannsókn sína voru ný skjöl send inn í skjalasafn borgarinnar. Í ljós kom að skjöl voru af ásetningi vistuð þannig að þau yrðu ekki aðgengileg fyrir fjölmiðla. Innri endurskoðun hafði ekki aðgang að þessum skjölum.“

Borgarskjalavörður móti straumnum

Borgarskjalasafn var fært undir þjónustu – og nýsköpunarsvið í kjölfar braggamálsins. Sviðsstjóri þar er Óskar Jörgen Sandholt, sem er því næsti yfirmaður borgarskjalavarðar.

Honum þótti ekki mikið til koma um frumkvæðisrannsókn Svanhildar undirmanns síns, ef marka má viðbrögð hans í gær, þar sem hann sagðist ekki ætla að kæra brotin og gerði frekar lítið úr þeim, réttlætti þau jafnvel þar sem um „viðtekið vinnulag“ væri að ræða hjá Reykjavíkurborg.

Hann sagðist einnig ósammála skýrslu Innri endurskoðanda, sem og skýrslunni hjá Svanhildi, undirmanni hans, um að lögbrot hefði verið framið.

„Þegar þú ert að reka mál að meðal mál eru opin í skjalakerfi borgarinnar þá flytur fólk skjöl inn, alveg þangað til að málið er lokað. Þetta er bara viðtekið vinnulag, ekkert bara í þessu máli. Ég er ekkert að verja það, það hefði náttúrulega verið betri vinnubrögð að færa þessi skjöl reglulega inn. En það sem ég er að segja að þetta er ekkert óvenjulegt eða sérstakt í þessu sambandi“

sagði Óskar við Hringbraut sem fjallaði fyrst um málið.

Það sem liggur fyrir

Það liggur því fyrir að formaður borgarráðs og upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar hafi farið með ósannindi í kjölfar skýrslu borgarskjalavarðar.

Það liggur einnig fyrir að yfirmaður borgarskjalavarðar ber lítið traust til borgarskjalavarðar, þar sem hann er ekki sammála undirmanni sínum um túlkun laga um skjalavörslu, sem borgarskjalavörður er þó sérfræðingur í.

Eyjan óskaði sérstaklega eftir því við Svanhildi að fá þær upplýsingarnar úr skýrslu hennar sem ekki voru í skýrslu Innri endurskoðunar. Hún vísaði hins vegar öllum fyrirspurnum um skýrsluna til Óskars.

Hefur Eyjan sent fyrirspurn til bæði Óskars og upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar um ýmis atriði er varða braggamálið, þar sem nokkurs ósamræmis gætir.

Verða svörin birt um leið og þau berast.

Sjá nánar: Sjáðu það sem almenningur mátti ekki sjá – Afhjúpandi tölvupóstar Reykjavíkurborgar

Sjá nánarEinbeittur brotavilji starfsmanna Reykjavíkurborgar – Viðurlögin allt að þriggja ára fangelsi

Sjá nánarKrefst afsagnar Dags í kjölfar kolsvartrar skýrslu – „Hrein og klár hylming á opinberum gögnum“

Sjá nánar: Sviðsstjóri Reykjavíkurborgar segist ósammála skýrslunni um lögbrotin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka