fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Víða gott að dorga þessa dagana

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir víða um land sem stunda dorgveiði sér til skemmtunnar á hverju ári. Þessa dagana virðist ísinn þykkur og traustur en samt verður að fara varlega og skoða vel aðstæður.

,,Við fórum uppá heiði um daginn og þar var ísinn í lagi, þykkur og flottur og við fengum nokkra fiska,“ sagði veiðimaður fyrir norðan sem oft fer á dorg á hverjum vetri og veiðir vel á sínum heimaslóðum.

Hérna fyrir sunnan hefur ísinn á vötnunum verið góður en betra er að fylgjast með stöðunni á veðri og vindum. Aðeins hefur kólnað en hvort það er nóg þarf maður að vera með á hreinu. Ísinn þarf allavega að vera 40 til 50 sentimetrar til að hann sé öruggur. En fátt er skemmtilegra en að dorga þegar veðurfarið er gott og fiskurinn í tökustuði.

,,Við fórum út á Snæfellsnes um daginn og boruðum nokkrar holur. Á tveimur vötnum fengum við fisk en ekki mjög stóra,“ sagði veiðimaður sem reyndi aðeins um daginn á dorginu.

Útiveran er góð og  hægt að að sjá vötnin frá öðrum stöðum en á sumrin á dorginu. Þessa dagana er ísinn allavega verulega þykkur og traustur.

 

Mynd. Guðmundur Bjarkason, leiðsögumaður með flotta bleikju úr Mývatni en veiði hefst þar 1. mars.     Mynd Helgi Héðinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“