fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Ólafur F. gefur út nýtt lag: Varð til á fallegum sólskinsdegi sumarið 2015

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. september 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ljóð og lag varð til 5. júní 2015, þegar ég var á fallegum sólskinsdegi að hugsa til móður náttúru – og til varð ljóð og lag nærri samstundis. Enda koma ljóðin og lögin til mín í bylgjum en lítið þar á milli,“ segir Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarstjóri.

Ólafur, sem gaf út plötu sumarið 2016, hefur nú gefið út nýtt lag, Ísafold, og myndband. Ólafur segist í samtali við DV vera langt kominn með að gefa út nýja plötu með 8 lögum. Hann segir að flest lögin hafi orðið til árið 2015 en ekki komist að fyrr, enda verið vandað við gerð hvers einasta lags og myndbönd gerð við öll lögin. Myndband við lagið Ísafold má sjá hér neðst í fréttinni.

„Nú má finna 17 lög á YouTube eftir mig, þar af 5 sungin af Páli Rósinkrans, 1 af Elmari Gilbertssyni og 11 sungin af mér og söngkennara mínum, Guðlaugu Ólafsdóttur. Eini hljóðfæraaleikarinn, sem leikur í lögum mínum, utan Vilhjálms og Gunnars, er Ásgeir Steingrímsson, sem þenur trompetinn í ættjarðarlagi til einkað Einari Ben. og heitir Bláhvíti fáninn. Það lag kom út 17. júní og krefst öflugs tenórsöngvaara, sem Elmar Gilbertsson er svo sannarlega,“ segir Ólafur.

Borgarstjórinn fyrrverandi segir að Vilhjálmur Guðjónsson sé maðurinn á bak við tónlistarsköpun sína; hann leikur á flest hljóðfærin og tekur lögin upp, en Gunnar Þórðarson er honum einnig hjálplegur og leikur með á nokkrum lögum.

„Gunnar og kvikmyndatökumaðurinn Friðrik Grétarsson fóru með mér til Eyja, 7. júlí síðastliðinn þar sem við Gunnar héldum tónleika með lögum okkar Gunnars,“ segir Ólafur og bætir við að hann, Gunnar og Friðrik hafi tekið upp hið geysivinsæla myndband „Við Ræningjatanga“ í Eyjum eftir tónleikana í Landakirkju.

„Myndbandið Ísafold er hins vegar gert á heimili mínu við Naustabryggju, þar sem sem ljóða- og lagahöfundurinn Ólafur F. sést við ljóðaskriftir og þenur síðan raust sína,“ segir hann.

Nánar um Ísafold, en ljóðið hljóðar svo (eins og sést að miklu leyti á myndbandinu):

Er ljóðin þú semur og lög verða til
þá lífið verður svo blítt,
:þá lifnar laufið og glaður ég vil
sjá landið fagurt og frítt:.

Senn ferðu úr húsi og leggst oní laut
líður burt þreyta og sorg.
:Náttúrunávist þér fellur í skaut
náð er að komast úr borg:.

Þú heimsækir fjöllin og landsins fljót
fögur hraunin og dal,
:er fegurð þú nemur stundin er skjót
að sætust gleðja hvern hal:.

Fjallkonan fögur sem heitast þér ann
fyllir sál mína og líf.
:Hún Íssafold kærust sem örlög mín spann
er ávallt mitt tignaða víf:.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=RAmH3f5vpjo&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring
Fókus
Í gær

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“