fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Ríkisútvarpið neitar að rökstyðja valið á Stefáni – „Er þeirri beiðni synjað“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. febrúar 2020 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV hyggst ekki gefa þeim umsækjendum sem sóttu um starf útvarpsstjóra, rökstuðning fyrir vali sínu á Stefáni Eiríkssyni þó svo þeir hafi sóst eftir honum.

Morgunblaðið greinir frá því í morgun að RÚV hafi synjað Kristínu Þorsteinsdóttur, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins um rökstuðning fyrir því hvers vegna Stefán hafi verið valinn fram yfir hana eða aðra umsækjendur, en greint var frá því í síðustu viku að þær Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður VG og Kristín hefðu sóst eftir slíkum rökstuðningi frá RÚV.

Lögin ná ekki yfir RÚV

Starfandi útvarpsstjóri, Margrét Magnúsdóttir, sagði í svari sínu við fyrirspurn Morgunblaðsins að RÚV þyrfti ekki að verða við beiðninni og vísaði í sömu forsendur og hún gerði til að réttlæta leyndina yfir nöfnum umsækjenda í umsóknarferlinu, að RÚV væri opinbert hlutafélag sem starfaði á sviði einkaréttar og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins næðu ekki til starfsmanna RÚV, þó svo RÚV væri að fullu í eigu ríkisins.

Þá vísaði hún einnig í dóm Hæstaréttar frá 2015, hvar segir að reglur opinbers starfsmannaréttar og reglur stjórnsýsluréttar gildi ekki um opinber hlutafélög:

 „Að framangreindu gættu telur stjórn RÚV sér ekki lögskylt að veita einstökum umsækjendum sérstakan rökstuðning, og er þeirri beiðni synjað,“

segir Margrét í svari sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni