fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Samherji tekur þátt í að stofna norðlenskt flugfélag – „Hvað höfum við gert vitlaust hingað til?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. febrúar 2020 08:59

Akureyrarflugvöllur. Mynd Isavia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt norðlenskt flugfélag hyggst fljúga til tveggja til þriggja áfangastaða í Evrópu beint frá Akureyri í nánustu framtíð. Gengur verkefnið undir nafninu N-Ice air. Morgunblaðið greinir frá.

Beðið er eftir niðurstöðu fýsileikakönnunar sem á að liggja fyrir í lok apríl., en Morgunblaðið hefur eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Circle Air að helstu bakhjarlar verkefnisins séu Samherji, Höldur bílaleiga og Norlandair, ásamt fleiri aðilum.

Í hópnum er sögð mikil viðskipta- og flugþekking sem og fjármagn.

 „Við teljum að það sé kominn tími til að láta reyna á áætlunarflug til Evrópu frá Akureyri. Það hefur tekist mjög vel með leiguflug til Akureyrar frá Bretlandi og Hollandi og svo hefur beint leiguflug frá Akureyri og út í heim aukist verulega. Færeyingar eru 50 þúsund og með fjórar til ellefu millilandaferðir á dag. Á upptökusvæði Akureyrarflugvallar eru líka 50 þúsund manns. Hvað höfum við gert vitlaust hingað til?“

spyr Þorvaldur og nefnir að landsbyggðarfólk sé þreytt á að keyra 6-9 tíma til Keflavíkur í millilandaflug með tilheyrandi veseni:

„Við höldum að hjá þessum 50 þúsund manns á upptökusvæði Akureyrarflugvallar sé talsvert meiri ferðavilji en nú er þjónað.“

Þorvaldur greinir einnig frá því að Akureyrarflugvöllur fái ekki eina krónu næstu fimm árin samkvæmt samgönguáætlun, sem sé stórgalið þar sem millilandaflug hafi aukist þar um 39 % í fyrra meðan 30% samdráttur hafi orðið á Keflavíkurflugvelli. Þá jókst millilandaflugið um 70% árið 2018.

Þorvaldur segir við Morgunblaðið að það sé þjóðaröryggismál að ljúka við flughlaðið á Akureyri þar sem viðhald og afkastageta vallarins hafi skerst þrátt fyrir þreföldun flugumferðar undanfarinn áratug.

Þá hefur Morgunblaðið einnig eftir Þorvaldi að slíkt áætlunarflug myndi skapa tækifæri fyrir fyrirtækin á svæðinu , opnast myndi fyrir beinan útflutning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni