Petersen-svítan í Gamla bíói
Gamla bíó var opnað árið 1927 og hefur því verið samkomuhús þjóðarinnar í 90 ár. Það hefur þjónað sem kvikmyndahús, óperuhús og tónleikahús. Fyrir rúmlega þremur árum lauk endurbótum á húsinu en núverandi eigendur þess kappkostuðu að láta upprunalegt útlit innréttinga halda sér við þessa endurreisn. Útkoman er glæsileg og undanfarin misseri hafa margs konar vel heppnaðir viðburðir verið haldnir í hinum glæsilega sal Gamla bíós og húsið svo sannarlega gengið í endurnýjun lífdaga sem samkomuhús Íslendinga.
Petersen-svítan er einn sá hluti hússins sem áður fyrr var lokaður almenningi en er nú orðinn að útsýnissvæði, bar, veislu- og fundarsölum. Peter Petersen var danskur eigandi Gamla bíós er það var opnað árið 1927. Ári áður lét Petersen byggja fyrir sig íbúð á þriðju hæð hússins þar sem hann bjó. Síðar hafði íslenska óperan athvarf í Petersen-svítunni. Núna nýtur almenningur lífsins í svítunni, þar er vinsælt að setjast yfir drykk, frábært útsýni er frá útisvæðinu, matseðillinn er girnilegur og oft eru tónleikar og aðrar uppákomur í svítunni.
Einnig er vinsælt að leigja svítuna undir einkasamkvæmi enda um glæsileg salarkynni fyrir veislur að ræða. Petersen-svítuna er hægt að leigja í heild sinni fyrir hópa allt að 150 manns og einnig stök rými innan hennar: Óperuherbergið rúmar 20–30 manns, Bíóherbergið 30–40 manns og Kvikmyndaherbergi (glersalurinn) um 50 manns.
Útisvæðið og efri svalirnar veita 360° útsýni yfir borgina. Pallurinn hentar ekki síður til útiveru á veturna en sumrin því glerþak hefur verið byggt yfir básana, hitalampar eru í þeim og teppi í boði fyrir þá sem vilja sitja úti og njóta útsýnisins. Útisvæðið við Petersen-svítuna er einstakur staður til að njóta lífsins í góðum félagsskap, til dæmis með rjúkandi heitt Irish Coffee í hönd.
Í vetur verður boðið upp á lifandi tónlist í Petersen-svítunni vikulega og fer það prógramm af stað í september. Happy Hour – sá tími þegar hagstæð tilboð eru á drykkjum – er þá daga sem er opið í Petersen-svítunni í vetur á milli klukkan 16 og 20.
Sjá nánar um opnunartíma á gamlabio.is
Hægt er að fylgjast með viðburðum, tilboðum og kokteilum vikunnar á Facebook-síðu Petersen-svítunnar.
Þeir sem vilja fá upplýsingar um leigu á veislusölum, tilboð fyrir hópa eða annað mega gjarnan senda fyrirspurn á netfangið gamlabio@gamlabio.is og verður öllum fyrirspurnum svarað fljótt og greiðlega.