fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Er þetta maðurinn sem skaut Tupac til bana?

Áhugaverð heimildarmynd fjallar um morðið á rapparanum vinsæla

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. september 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarlögreglumennirnir Tim Brennan og Robert Ladd, sem komu að rannsókn á morðinu á rapparanum Tupac á sínum tíma, telja sig vita fyrir víst hver framdi morðið. Tupac var skotinn til bana í Las Vegas þann 7. september árið 1996, 25 ára að aldri.

Í nýrri heimildarmynd um morðið, Who Shot Biggie & Tupac, segja Brennan og Ladd að Orlando Anderson, meðlimur í glæpagenginu South Side Crips, hafi tekið í gikkinn þennan örlagaríka dag. Orlando hefur áður verið bendlaður við morðið en aldrei kom til þess að hann yrði ákærður. Anderson var sjálfur skotinn til bana í Compton í Los Angeles árið 1998.

Byssan fannst

„Við teljum að Orlando Anderson hafi framið morðið,“ segir Ladd meðal annars í myndinni. Ladd og Brennan voru rannsóknarlögreglumenn hjá lögreglunni í Compton og hafði Anderson verið til rannsóknar í öðru morðmáli hjá rannsóknardeild lögreglunnar. Voru þeir fengnir til að leggja lögreglunni í Las Vegas lið við rannsókn málsins.

Brennan og Ladd telja að Anderson hafi tekið í gikkinn.
Orlando Anderson Brennan og Ladd telja að Anderson hafi tekið í gikkinn.

Í heimildarmyndinni er því varpað fram að Anderson hafi skotið Tupac til bana eftir að félagar Tupacs réðust á hann og börðu. Lögregla taldi sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Anderson hefði gortað sig af morðinu í lokuðum hópi manna eftir að það var framið.

Ástæða þess að Brennan og Ladd telja fullvíst að Anderson hafi staðið á bak við morðið á Tupac er meðal annars sú staðreynd að nokkrum árum síðar fannst skotvopnið sem notað var við morðið. Byssan, 40 kalíbera Glock-skammbyssa, fannst í húsi hjá kærustu eins af meðlimum South Side Crips. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að kærasti konunnar var í Las Vegas þegar morðið var framið. Rannsókn á skotvopninu leiddi í ljós að um var að ræða sömu byssu og notuð var við morðið á Tupac.

Þá kemur fram í heimildarmyndinni að Brennan hafi rætt við besta við Anderson og sá hafi viðurkennt að Anderson hefði framið morðið.

Útilokar ekki að hann sé á lífi

Því hefur stundum verið haldið fram að Suge Knight, fyrrverandi stjórnarformaður Death Row Records, hafi staðið á bak við morðið en Suge var með Tupac kvöldið örlagaríka. Þeirri kenningu er kastað fyrir róða í myndinni og bent á að tilviljun ein hafi ráðið því að Suge var ekki sjálfur skotinn þegar byssumaðurinn hóf skothríðina. Í myndinni er einnig rætt við Knight og í henni varpar hann fram að minnsta kosti einni sprengju. Hann kveðst ekki útiloka að Tupac sé á lífi.

„Þegar ég yfirgaf sjúkrahúsið vorum við Pac hlæjandi,“ segir hann meðal annars. Þegar hann var spurður hvort hann tryði því að Tupac væri á lífi, segir hann: „Þegar Tupac er annars vegar er aldrei að vita.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“