fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Jordan Peele á nasistaveiðum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. september 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn, handritshöfundurinn, leikstjórinn og framleiðandinn Jordan Peele undirbýr nú nýja sjónvarpsþætti sem ætla má að muni vekja talsverða athygli.

Þættirnir sem um ræðir bera vinnuheitið The Hunt og gerast að mestu leyti í Bandaríkjunum. Þeir fjalla um leit manna að þýskum nasistum á áttunda áratug liðinnar aldar, hinum sömu og báru ábyrgð á voðaverkunum í síðari heimsstyrjöldinni. Þættirnir eru byggðir á sönnum atburðum en eftir síðari heimsstyrjöldina fluttu margir nasistar til Bandaríkjanna og settust þar að.

Peele, sem er 38 ára, hefur vakið talsverða athygli að undanförnu en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Key & Peele á Comedy Central. Hans fyrsta verkefni sem leikstjóri var í hrollvekjunni Get Out sem sló rækilega í gegn fyrr á þessu ári.

Peele mun framleiða þættina en ekki liggur fyrir hvaða sjónvarpsstöð mun kaupa réttinn af þeim. Í frétt Hollywood Reporter kemur þó fram að margir hafi sýnt verkefninu áhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna