fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Vala ætlar að bjóða 10 manns af handahófi í matarboð

Auður Ösp
Fimmtudaginn 28. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er með heimagistingu og gestir spyrja mig oft um eitthvað sniðugt til að gera. Mér datt í hug að það væri gaman að setjast niður og borða með fólki úr öllum heimshornum,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona en hún hyggst bjóða hópi fólks í kjötsúpu næstkomandi mánudagskvöld og gerir enga kröfu um að gestirnir þekkist innbyrðis. Vala auglýsti boðið á facebooksíðu sinni í dögunum þar sem það hefur vakið heilmikla lukku en hún tók fram að engar kröfur væru gerðar um menntun, tungumálakunnáttu, starfsreynslu, lífssýn, pólitískar skoðanir, trú eða fatastíl, heldur þurfa gestir eingöngu að hafa löngun til að borða saman og tala saman.

„Ég var í göngutúr og var upphaflega að hugsa um kjötsúpuboð sem heimilislega og skemmtilega upplifun fyrir ferðamenn. En þegar ég fæ hugmyndir þá langar mig framkvæma þær áður en ég næ að úthugsa þær og um þessar mundir er ég ekki með erlenda gesti,“ segir Vala í samtali við DV.is en ætlunin er fyrst og fremst sú að „hitta fólk og borða mat“ eins og hún orðar það.

„Það verður bara gaman að sjá hvernig það verður. Ég lagði ekki upp með neina heimspekilega pælingu en hugmyndin verður það óhjákvæmilega ef ég velti því fyrir mér og er spurð út í það. Þá leiði ég hugann að því hvað telst eðlilegt og hvað ekki samkvæmt óskrifuðum reglum. En þetta er bara kjötsúpa og fólk að borða hana,“ segir hún jafnframt.

Fólk hefur tekið vægast sagt vel í þetta uppátæki líkt og sést á viðbrögðum við færslunni á facebook. Það verður því væntanlega þétt setið við matarborðið hjá Völu á mánudagskvöldið og hún útilokar ekki að hún muni halda fleiri matarboð af þessu tagi í framtíðinni.

„Það hafa 10 manns meldað sig, þar á meðal góðir vinir, kunningjar, og einn sem ég var með í grunnskóla. Svo hafa fleiri sem ég þekki ekkert sýnt áhuga en það er bara ekki pláss fyrir fleiri í þetta sinn. Í versta falli verður þetta vandræðanlegt og það drepur engann. Í besta falli á maður skemmtilegar samræður við fólk sem maður á ekki í samskiptum við fyrir utan eitt og eitt like.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring
Fókus
Í gær

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“