fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Fréttablaðið hjólar í Stefán og stjórn RÚV – „Skýrt brot á siðareglum blaðamanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er var Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ráðinn útvarpsstjóri á dögunum. Hefur það almennt farið vel í landann, þó svo einhverjar kenningar um hvaða flokkshagsmunum Stefán komi til með að þjóna hafi skotið upp einnig.

Þá var ráðningaferlið sveipað miklum leyndarhjúp þar sem ekki var upplýst um nöfn umsækjenda, þvert á gagnsæisreglur RÚV og persónuverndarákvæði.  Þar átti tilgangurinn að helga meðalið, með þessu átti að laða að hæfari umsækjendur. Nýráðinn útvarpsstjóri hefur hinsvegar sagt að hann hefði samt sótt um, þó svo upplýst hefði verið um nafn hans í ferlinu.

Hefti framgang upplýsinga

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins í dag og gagnrýnir stjórn RÚV fyrir feluleikinn um nöfn umsækjenda.

Hún kemur einnig með athyglisverða nálgun á atriði sem stjórnin taldi Stefáni til tekna í ráðningaferlinu, en hún segir vera skýrt brot á siðareglum blaðamanna.

Hún nefnir að af 41 umsækjanda hafi tveir karlar staðið eftir:

„Frumkvöðlastarf annars þeirra á samfélagsmiðlum gerði hann að lokum fremstan meðal jafningja. Sá hafði stýrt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um árabil og var megintilgangur þessa frumkvöðlastarfs að bæta ímynd lögreglunnar með breytingum á upplýsingagjöf hennar til fjölmiðla og þar með almennings,“

skrifar Sunna.

Hún vísar í að Stefán var sá sem kom lögreglunni á Facebook fyrir um áratug, nokkuð sem Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV taldi Stefáni til tekna í ráðningaferlinu er hann sagði:

 „Við gerðum kröfu um samfélagsmál og það er mikið samfélagsmál að stjórna Facebook.“

Sunna vill hins vegar meina að þessi aðgerð Stefáns á sínum tíma hafi þvert á móti stuðlað að verri upplýsingagjöf:

„Slitið var á samskipti við fjölmiðla og lögreglan sá í framhaldinu um að segja fréttir af sjálfri sér í gegnum samfélagsmiðla.“

Skýrt brot á siðareglum

Segir hún ummæli Kára því sæta nokkurri furðu í þessu ljósi:

„Enda munu þessar breytingar á upplýsingagjöf lögreglunnar seint teljast heillaspor í heimi fjölmiðla, og hafa blaðamenn allar götur síðan barist fyrir bættum samskiptum við lögregluna. Sömuleiðis telst það ekki til fréttamennsku að segja fréttir af sjálfum sér – og er raunar skýrt brot á siðareglum blaðamanna. Það ætti stjórn RÚV, fjölmiðils í almannaþágu, að vita og virða. Þar fyrir utan heyrist hvergi neitt ákall um frekari virkni RÚV á samfélagsmiðlum.“

Vanhæf stjórn

„Þekking á fjölmiðlum og fjölmiðlun er eitthvað sem ætla mætti að ætti að vega þungt hjá þeim sem fær það hlutverk að ráða í stöðu útvarpsstjóra,“

segir Sunna í hæðnistóni um stjórn RÚV.

Hún segist ekki efast um hæfi Stefáns, heldur frekar stjórnar RÚV, hvers framganga hafi litlu skilað öðru en auknu vantrausti:

„Það mun reynast stjórninni erfitt að uppfylla hlutverk sitt ef hvorki traust né grundvallarþekking er til staðar. Á tímamótum sem þessum ætti að endurskoða og skilgreina hlutverk fjölmiðilsins og það er verkefni sem nýr stjórnandi ætti að taka föstum tökum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni