„Kjarkleysi borgarstjóra er algjört. Hann kemur undirmönnum sínum sífellt í erfiða stöðu með að svara fyrir mál sem hann ber ábyrgð á sem framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar. Á sama tíma kvartar hann yfir því að þessir sömu undirmenn sæti gagnrýni á meðan hann sjálfur er í skjóli,“
skrifar Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, vegna ummæla Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, í viðtali við RÚV, að verkfall Eflingar sem hófst í hádeginu, muni koma verst niður á þeim félagsmönnum Eflingar sem ekki eru í verkfalli.
„Eins og ég hef sagt áður notar hann undirmenn sína sem „mannlegan skjöld“ þegar stór og erfið mál eru hjá borginni Hvers vegna er hann ekki í viðtölum í öllum miðlum vegna verkfallanna hjá Eflingu? Þvílikur aumingjaskapur …!!!“
skrifar Vigdís.
Verkfall Eflingar hófst klukkan 12.30 og stendur til miðnættis en um 1800 félagsmenn Eflingar leggja niður störf. Aðgerðirnar munu raska leikskólastarfi og sorphirðu sem og skerða velferðarþjónustu á um 129 starfsstöðvum víðsvegar um borgina.