fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Þröngt á þingi: Fyrsta skóflustungan tekin að 4.4 milljarða nýbyggingu Alþingis

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. febrúar 2020 10:01

Tölvuteiknuð mynd af vinningstillögunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta skóflustunga að nýbyggingu á Alþingisreit verður tekin á morgun, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 15. Gert verður hlé á þingfundi á meðan Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri taka fyrstu skóflustunguna, samkvæmt tilkynningu.

Verktakafyrirtækið Urð og grjót ehf. sér um jarðvegsvinnu en fyrirtækið átti lægsta tilboð í þann verkþátt framkvæmdanna þegar hann var boðinn út sl. haust. Fyrirtækið S. Helgason átti lægsta tilboð í vinnslu á steinklæðningunni sem verður utan á húsinu en sú vinna var boðin út í ágúst 2019.

EFLA sér um alla verkfræðihönnun fyrir verkið.

Útboð í vinnu við aðalbyggingu og tengiganga verða auglýst í vor og er gert ráð fyrir að uppsteypa hefjist í haust. Verklok eru áætluð í febrúar 2023.

Alþingisreiturinn svonefndi afmarkast af Kirkjustræti, Vonarstræti og Tjarnargötu og nýbyggingin rís á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Í henni verða m.a. skrifstofur þingmanna, aðstaða þingflokka, fundarherbergi nefnda og skrifstofur starfsmanna þeirra.

Þessi starfsemi er nú í leiguhúsnæði við Austurstræti. Byggingin verður um 6.000 fermetrar og í fjármálaáætlun eru áætlaðir 4,4 milljarðar króna til verkefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?