fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Jóhann fór á spítala á Spáni: Allt ferlið tók innan við klukkutíma – Segir Íslendinga geta lært mikið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann L. Helgason húsasmíðameistari segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld geti lært ýmislegt af kollegum sínum á Spáni þegar kemur að skilvirkni heilbrigðisþjónustunnar. Jóhann segir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann lent á spænska ríkisspítalanum í Torrevieja á dögunum.

„Fékk óvænt verk í vinstri fótinn sem var í meira lagi, hafði áður fengið stundum smá sting sömu megin, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi svona frískur eins og ég annars var á þessum sólríka degi í bílferð á milli bæja í stuttu fríi. Vil ég endilega nefna þessa stuttu heimsókn mína á þetta ágæta spánska háskólasjúkrahús vegna þess að ég fann það þarna á eigin skinni að það er engin ofsögn í því að spánska heilsugæslan er talin sú besta í Evrópu. Nefni ég þetta tilvik mitt til viðmiðunnar við íslenska heilsugæslu sem að margra mati stendur langt í frá undir væntingum og virðist fyrst og fremst þjást af taugaveikluðu skipulagsleysi sem er orsök vanþekkingar.“

Kölluð inn eftir 12 mínútur

Jóhann rekur svo heimsóknina á spítalann sem tók býsna stutta stund ef litið er til þess sem Íslendingar eiga alla jafna að venjast.

Hann segir að á bráðamóttökunni hafi hann skráð sig inn og skráningin tekið um þrjár mínútur. Honum var svo afhent númerið 305 og sagt að bíða fyrir utan innskráningarskrifstofuna ásamt þremur öðrum manneskjum.

„Þar biðum við frúin í ca. 12 mínútur, var þá kallaður upp með nafni en ekki númeri og fylgt inn á litla skrifstofu þar sem sat ung stúlka og spurði mig hvað væri að. Skráði hún lýsingu mína inn á tölvu og tók síðan blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingu ásamt því að benda mér fram á biðstofu. Beið ég þar í 10 mínútur með frúnni þangað til ég var kallaður upp og fylgt til læknis.“

Sendur strax í myndatöku

Umræddur læknir var ungur maður sem skoðaði fætur Jóhanns og þrýsti meðal annars á vöðva. Að því loknu ákvað hann að senda hann í myndatöku.

„Tók þetta um 10 mínútur. Á myndatökudeildinni biðu nokkrir sjúklingar en ég var kallaður inn í herbergið eftir um 10 mínútur og lagður upp á bekk undir myndavélina. Myndatakan tók enga stund og mér skipað síðan að bíða á biðstofunni fyrir framan læknastofuna. Þar biðum við smátíma eftir niðurstöðu myndatökunnar áður en læknirinn kallaði á mig inn á skrifstofuna. Niðurstaðan og sjúkdómsgreiningin eftir myndatökuna var mjaðmaliðarslit sem læknirinn sagði að gæti valdið sársauka snögglega og verk á fæti og upp á bak en skrifaði upp á töflur til að lina verkinn. Sagði hann mér að passa bara að ofgera mér ekki og hafa allar æfingar í hófi og leita til sérfræðings.“

Jóhann segir að hraðinn og skipulagið á sjúkrahúsinu hafi verið til mikillar fyrirmyndar.

„Þessi stutta hringferð mín tók í mesta lagi 50 mínútur á þessar 4 deildir. Innskráning: fyrsta viðtal við hjúkrunarfræðinginn: læknisskoðunin: myndatakan: og síðast viðtal við lækninn, þangað til ég stóð fyrir utan spítalann með töflulyfseðilinn upp á vasann. Þarna var sérhæfingin algjör og einmitt vegna hennar gekk allt svo vel og fljótt fyrir sig og þá auðvitað safnast ekkert fyrir af sjúklingum, það myndast engir flöskuhálsar, gangverkið til fyrirmyndar.“

Spánverjar væru ekki lengi að sjá hvað er að

Jóhann segir að á göngum spítalans hafi ekki verið neinir sjúklingar í rúmum, engar tækjagrindur á hjólum, engar rúmfata- eða taugrindur sýnilegar og engar skúringafötur – aðeins sjúklingar í fylgd aðstoðarfólks og lækna. Jóhann segir að hann hafi fundið til öryggis þar sem hann haltraði um spítalann.

„Gott skipulag skapar öryggi bæði fyrir starfsfólk og ekki síður sjúklinginn og mistök verða afar fátíð enda litin mjög alvarlegum augum. Á Íslandi eru mistök aftur á móti talin eðlileg í allri ringulreiðinni og afsökuð með því að álagið á starfsfólki sé yfirgengilegt. Maður bíður bara eftir því að heilbrigðisyfirvöld rétti syrgjendum útfararkrossa svona í sárabætur. Einnig sparar gott skipulag mikla peninga, sem er andstætt skipulagsleysi sem er mjög kostnaðarsamt, miklu kostnaðarsamara en fólk getur látið sér detta í hug. Ég held ekki að hinn íslenski forstjóri hafi einhverja sérþekkingu á rekstri slíkrar stofnunnar, annars væri ekki ástandið eins og það er. Þar vantar sérmenntað fólk til að stjórna sjúkrahúsinu. Þarf ekki hinn íslenski heilbrigðisráðherra að leita lausna á vandanum, leita hjálpar fyrir stofnunina og það erlendis frá, Spánverjar væru ekki lengi að sjá meinin,“ segir hann og bætir við að skipulagsleysið sé allsráðandi á Íslandi.

Jóhann segir að kominn sé tími á að „sjúkdómsgreina“ Landspítalann og fá til þess erlenda sérfræðinga sem eru sérfræðingar á því sviði. „Ég er nokkuð viss um að hægt væri að reka háskólasjúkrahúsið og gera það að fyrirmyndarstofnun með þeim peningum sem það nú hefur þegar ef strax væri gripið í taumana eftir að sjúkdómsgreiningin liggur fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“