Þau Sævar Hallgrímsson og Anný Aðalsteinsdóttir renndu hálfblint út í sjóinn þegar þau tóku við keflinu hjá Pizza 67 í Eyjum í júlí í fyrra, rétt fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Það var alveg sturlað að gera enda eru pítsur og hamborgarar hin fullkomna máltíð fyrir svanga þjóðhátíðargesti. Við vorum líka með trúbadora og plötusnúða í fyrra og virkilega skemmtilega stemningu, bæði inni og úti í tjaldi sem við erum með á bak við. Núna erum við á fullu að undirbúa aðra eins törn, ef ekki stærri, því það virðast bara allir vera á leiðinni til Eyja til að taka þátt í Þjóðhátíð,“ segir Sævar spenntur fyrir helginni. „Veðurspáin lofar aldeilis góðu og svo er nú búið að bæta við ferðum úr Landeyjahöfn sem okkur skilst að rjúki út, svo það má búast við talsverðri traffík,“ bætir Anný við.
Anný og Sævar búast við þéttsetnum stað alla helgina, stanslausu fjöri og fjölmörgum sendingum út til þjóðhátíðargesta. Veitingastaðurinn tekur 45 í sæti og um verslunarmannahelgina verður einnig opið út í garðinn sem verður yfirbyggður með tjaldi, en þar eru um eða yfir 50 sæti til viðbótar. Það verður því sætapláss fyrir um og yfir 100 manns á Þjóðhátíð – og veitir ekki af! „Í hvíta tjaldinu okkar verður nóg um að vera alla helgina. Við verðum aftur með með trúbadora og plötusnúð í ár sem halda uppi stanslausu fjöri yfir daginn áður en dagskráin byrjar inni í Dal,“ segir Sævar. Það má því búast við góðri stemningu á Pizza 67 á Þjóðhátíð.
„Það er annars alla jafna mikið að gera hjá okkur fyrir utan Þjóðhátíð, enda höfum við fengið mikið lof fyrir pítsurnar,“ segir Sævar. Vinsælustu pítsurnar segir Sævar vera Pepperoni 67 og Supreme, en annars séu mjög margir sem velji sér sjálfir áleggið.
Yfir Þjóðhátíðina verður opnunartími með örlítið breyttu sniði en þá verður staðurinn opnaður kl. 10 á morgnana og lokað kl. 21 en um það leyti tæmist bærinn og þjóðhátíðardagskráin hefst í Dalnum. „Þá fara einnig margir starfsmennirnir okkar í Dalinn að skemmta sér og taka þátt í hátíðarhöldunum. Á fimmtudeginum, þegar Húkkaraballið er, verður þó opið til fjögur um nóttina svo djammglaðir þjóðhátíðargestir þurfi ekki að fara svangir að sofa,“ segir Sævar. Einnig verða heimsendingar á pítsum yfir alla helgina. Og auðvitað er upplagt að koma við á Pizza 67 á mánudeginum áður en lagt er í ‘ann með Herjólfi, en staðurinn er einmitt á leið flestra niður að höfn.
Veitingastaðurinn Pizza 67 er staðsettur að Heiðarvegi 5, Vestmannaeyjum.
Sími: 481-1567
Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu staðarins