fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Kostur snýr aftur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur verslunarinnar Kosts, sem starfrækt var um átta ára skeið við Dalveginn í Kópavogi, geta tekið gleði sína að einhverju leyti á ný því verslunin er snúin aftur í breyttri mynd.

Vefsíðan Kostur.is er búin að opna en þar má finna amerískar vörur rétt eins og var aðalsmerki Kosts þau ár sem verslunin var starfrækt. Á vefnum kemur fram að frí heimsending sé á pöntunum yfir 9.998 krónum. Þarna má meðal annars finna matvöru, sælgæti, heimilisvörur og snyrtivörur.

Á vefnum kemur fram að félagið Smartco ehf. sé skráð fyrir vefsíðunni en eigandi þess er Tómas Gerald Sullenberger, sonur Jóns Gerald Sullenberger.

Kostur lokaði stórri verslun sinni á Dalveginum í desember 2017 og sagði Jón Gerald Sullenberger, stofnandi og framkvæmdastjóri Kosts, að tilkoma Costco á markaðinn sama ár hafi breytt aðstæðum. Nú er Kostur hins vegar snúinn aftur og mun að líkindum eingöngu einbeita sér að netverslun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy