fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025

Danslistamenn heimilislausir

Menningarpistill eftir Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarnarson

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar


Danslistamenn heimilislausir

skrifar um húsnæðisskort sem stendur íslensku danslífi fyrir þrifum.
Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson skrifar um húsnæðisskort sem stendur íslensku danslífi fyrir þrifum.

Höfundur: Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson

Þriðjudaginn 1. ágúst flykktust dansarar og danshöfundar landsins á Skúlagötu 30. Hafist var handa að pakka niður í kassa, rífa upp dansdúka, skrúfa niður spegla, bera út í bíl, henda dóti. Síðan fór bílinn ásamt fríðu föruneyti niður í Geymslur.is og þar byrjaði tetrismanían. Að koma fyrir heilli búslóð í litla geymslu er erfitt fyrir fjölskyldu og jafnvel enn erfiðara fyrir heila danssenu sem eftir sjö ára bil hefur tapað samastað sínum. Dansverkstæðinu hefur verið LOKAÐ!

Aðstaðan er sorleg.

Ekki er vitað með næstkomandi húsnæði Dansverkstæðisins og ekkert fyrirhugað með framtíðarhúsnæði fyrir danslistamenn – danshús. Önnur norðurlönd hafa í listaflóru sinni danshús með æfingaraðstöðu, sýningaraðstöðu, skrifstofu- og fundaraðstöðu.

Hingað til, og allt frá stofnun danslistarinnar á Íslandi, hefur danslistin þurft að deila húsnæði með öðrum listgreinum og ávallt verið út undan. Dansverkstæðið var sett á laggirnar af danslistamönnum sem skipa Samtök um danshús. Með tilkomu þess efldist dansenan og dafnaði. Miklar framfarir áttu sér stað. En núna er hætta á því að okkur fari aftur.

Danshús.

Danshús er eitthvað sem danslistamenn berjast fyrir til að halda lífi í listgreininni. Flest allar aðrar listgreinar hafa sinn samastað innan samfélagsins. Leikarar eiga leikhús, kvikmyndagerðarmenn eiga kvikmyndahús, myndlistarmenn listasöfn og tónlistarmenn tónlistarhús. Dansarar og danshöfundar þurfa að gjöra svo vel og pakka saman úr hripleku, pínulitlu, gömlu bílaverkstæði og setja dót sitt í geymslu.

Svo má í þessu samhengi nefna að íslenski Dansflokkurinn leigir sitt húsnæði af Borgarleikhúsinu, dansbraut Listaháskóla Íslands hefur verið staðsett í bráðabirgðaskúr/útihúsi síðan að deildin var stofnuð fyrir rúmlega 10 árum og mikil óvissa ríkir um sýningarhúsnæði Reykjavík Dance Festival ár frá ári en það hefur gríðaleg áhrif á þróun hátíðarinnar. Húsnæðisleysis danslistarinnar er því málefni sem er efst á baugi og þarf að bæta úr svo dansinn geti verið lífrænn í íslensku samfélagi.

Dansverkstæðið.

Um árabil fyrir stofnsetningu verkstæðiðsins höfðu danslistamenn talað fyrir eigin danshús. Haustið 2010 leit það dagsins ljós. Fyrstu vikurnar var enginn hiti á ofnunum, en dansarar eru harðir af sér og hreyfa af sér kulda. Dansarar Íslands eru jafn metnaðarfullir og merkilegir og aðrir listamenn og þrátt fyrir ýmsa hnökra á húsnæðinu var strax farið að æfa upp dansverk, halda danstíma fyrir komandi kynslóðir, baráttufundi og danskvöld.

Dansverkstæðið hefur verið miðstöð dansara og danshöfunda allt frá stofnun þess. Húsnæðið skiptir senuna gríðarmiklu máli og er miðpunktur vinnuaðstöðu og félagsskapar. Á Dansverkstæðinu fara fram tilraunakvöld, æfingar, sýningar, og er hjarta hátíðarinnar Reykjavík Dans Festival. Dansverkstæði hefur þann tilgang að veita danshöfundum og dönsurum vinnuaðstöðu til að þróa hugmyndir sínar, gera tilraunir og æfa verk sín.

Á síðastliðnum árum hefur Dansverkstæðið einnig verið heimili fyrir hinar ýmsu listgeinar til æfingar og einnig sýninga, sem lýsir vel því húsnæðis „ástandi“ sem ríkir í listkreðsunni á höfuðborgarsvæðinu. Það eru ótal sprotar, en okkur skortir frjósama jörð til að vaxa úr.

Danssenan komin að þolmörkum.

Núna leita danslistamenn og öll samtök á þeirra vegnum, logandi ljósi að nýju húsnæði. Við viljum framtíðarhúsnæði sem getur þjónað allri senunni, sem er í gríðalegum vexti og tekið vaxtakipp síðan að dansdeild Listaháskólans var stofnuð 2005. Það þýðir ekki að bjóða upp á háskólamenntun í grein sem hefur enga vinnuaðstöðu. Við ætlum ekki að bíða í 10 ár í viðbót og krefjumst þess að rösklega verið í málið gengið.

Hér með vil ég, fyrir hönd danssamfélagsins, hvetja ráðamenn hjá bæði ríki og borg, menntamálaráðherra og menningarfulltrúa, að standa með danslistamönnum í baráttu sinni fyrir samastað og framtíð. Núna er tækifærið! Grípum gæsina! Finnum danslistamönnum framtíðar húsnæði! #lifidansinn #rísidanshús

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu hvað Gary Neville gerði til að reyna að fá leiknum gegn Liverpool frestað

Sjáðu hvað Gary Neville gerði til að reyna að fá leiknum gegn Liverpool frestað
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gæti spilað með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Manchester United

Gæti spilað með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti