Fyrsta snyrtivaran undir eigin nafni
Breska fyrirsætan Kate Moss hefur á löngum og farsælum ferli verið andlit fjölmargra snyrtivörumerkja og setið fyrir í auglýsingum sem auglýsa snyrtivörur frá toppi til táar. En núna fyrst setur hún eigið nafn á vöru í samstarfi við japanska snyrtivörumerkið Decorté.
Decorté ætlar í sókn á bandaríska markaðnum og er líklegt að vara Kate Moss geti hjálpað við að ná árangri þar. Varan ber nafnið Uppáhald Kate Moss eða Kate Moss Favorites og samanstendur af „make-up“-pallettu með fjórum varalitum og sex augnskuggum, varalitapensli, blautum eyeliner, augabrúnablýanti og þremur burstum. Allt kemur þetta svo saman í svartri tösku. Settið verður komið í sölu hjá Saks Fifth Avenue í New York í lok ágúst og verðið er 190 dollarar eða um 20 þúsund íslenskar.