fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Sakar Dag um skort á umhyggju – Sé með sexföld laun viðsemjenda sinna – „Hversu bilað er það?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 11:30

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík, gagnrýnir Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega á Facebook í dag vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, en Dagur sagði við Vísi að hann hefði áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um 1800 félagsmanna Eflingar sem hefjast eiga í byrjun febrúar.

Sanna telur að þannig hafi Dagur meiri áhyggjur af verkföllum en velferð þeirra sem heyri undir hann:

„Hversu bilað er það að maður sem er með um tvær milljónir í laun á mánuði hafi meiri áhyggjur af verkföllum en velferð starfsfólks sem heyrir beint undir hann? Hversu bilað er það að mánaðarlaun borgarstjóra eru um sexfalt hærri en það sem fólk á lægstu launum þarf að skrimta á?“

spyr Sanna og veltir áfram vöngum yfir því sem hún telur bilað og nefnir laun Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, sem jafnframt er formaður borgarráðs:

„Hversu bilað er það að formaður borgarráðs fái 439.743 krónur á mánuði fyrir skatt ofan á grunnlaun sín vegna stjórnasetu á vegum Reykjavíkurborgar, á meðan að lægstu laun borgarinnar ná ekki einu sinni þeirri upphæð?“

Þess má geta að bent hefur verið á að Dagur fái 230 þúsund á mánuði fyrir að sitja einn klukkutíma langan fund í mánuði, sem stjórnarformaður slökkviliðsins.

Á meðan eru útborguð laun konu sem unnið hefur í 33 ár í leikskóla í Reykjavík, 280 þúsund krónur á mánuði, ef marka má mynd sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birtir á Facebook síðu sinni, og sjá má hér að neðan.

Sjá nánar: Sigurjóni blöskrar tímakaupið hjá borgarstjóra – „230 þúsund fyrir klukkutíma fund“

Eðlileg launaleiðrétting

Sanna segir það bilað að ekki sé búið að semja um kjör starfsfólks, þar sem um sé að ræða eðlilega launaleiðréttingu og setur deiluna einnig í femínískt samhengi:

„Hversu bilað er það að eftir marga mánuði, sé ekki enn búið að semja við starfsfólk borgarinnar sem fær svo lág laun sem duga ekki út mánuðinn? Hversu bilað er það að þegar þess er krafist að eðlileg launaleiðrétting eigi sér stað, séu fyrstu viðbrögðin þau að það megi ekki hækka fólkið á botninum of mikið þá gætu aðrir farið að biðja um meira? Hvernig gengur það upp að meirihluti borgarstjórnar segist berjast fyrir femínískum gildum á meðan við sjáum hér stóran hóp kvenna berjast við efnahagslegt óréttlæti sem vinnuveitandinn þeirra Reykjavíkurborg veldur?“

Efling hefur verið gagnrýnd fyrir að ógna stöðuleikanum með kröfum sínum í kjaraviðræðum þar sem kröfur þeirra eru sagðar líklegar til að valda launaskriði (höfrungahlaupi), þar sem þær séu nokkuð úr takti við lífskjarasamningana.

Bent hefur verið á að krafa Eflingar um desemberuppbót hafi verið 400.000 krónur, sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar staðfesti. Sú upphæð hefur verið um 100 þúsund krónur síðustu ár en hækkaði hjá öðrum félögum innan SGS í um 120 þúsund krónur við síðustu saminga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur