fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Þessir þingmenn keyrðu mest í fyrra – Kostnaður skattgreiðenda rúmar 11 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi hefur nú birt upplýsingar um greiddan kostnað þingmanna fyrir alla mánuði síðasta árs. Þar má sjá ferðakostnað þingmanna, bæði innanlands – og utan. Kjarninn greinir einnig frá.

Þegar ferðakostnaður innanlands er skoðaður sést að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trónir sem fyrr í efsta sæti, en kostnaður skattgreiðenda við akstur hans nam um 3.8 milljónum króna árið 2019. Er það rúmlega 50% meiri kostnaður en árið á undan, en þá keyrði Ásmundur fyrir  2.7 milljónir. Að meðaltali keyrði Ásmundur því fyrir 320 þúsund krónur á mánuði í fyrra.

Frá því að Ásmundur settist á þing árið 2013 hefur samanlagður aksturskostnaður hans verið 29.2 milljónir króna. Hæstur var kostnaðurinn árið 2014, eða 5.4 milljónir króna.

Akstursgreiðslur voru fyrst opinberaðar í byrjun árs 2018 og sætti Ásmundur harðri gagnrýni fyrir og taldi hann sig sæta eineltis vegna málsins. Í ljós kom að hann hafði fengið endurgreiddan aksturspening sem hann átti ekki rétt á, sem hann síðan endurgreiddi til Alþingis. Fékk hann mesta gagnrýni frá Pírötum, sem að lokum leiddi til þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, naut þess vafasama heiðurs að vera fyrsti þingmaður Íslands sem Siðanefnd Alþingis taldi að hefði gerst brotlegur við siðareglur þingsins, er hún sagði í sjónvarpsþætti að rökstuddur grunur væri uppi um að Ásmundur hefði dregið að sér almannafé.

12 hæstu með 23 milljónir

Ásmundur sker sig nokkuð úr hópi þeirra þingmanna sem fá mestar endurgreiðslur frá Alþingi. Næstur í röðinni er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson með 2.6 milljónir, en fjórir þingmenn fara yfir tveggja milljón króna markið og keyrðu fyrir alls 11.3 milljónir.

Alls eru tólf þingmenn sem keyrðu fyrir meira en eina milljón á síðasta ári, fyrir um 23 milljónir alls. Má sjá þá hér í töflunni að neðan. Upphæðirnar eru í milljónum króna:

  1. Ásmundur Frið­riks­son – Sjálfstæðisflokkur – 3.8
  2. Birgir Þór­ar­ins­son – Miðflokkur – 2.6
  3. Vil­hjálmur Árna­son – Sjálfstæðisflokkur – 2.5
  4. Har­aldur Bene­dikts­son – Sjálfstæðisflokkur – 2.4
  5. Sig­urður Páll Jóns­son – Miðflokkur – 1.8
  6. Guð­jón S. Brjáns­son – Samfylking – 1.8
  7. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir – VG -1. 8
  8. Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir – VG – 1.5
  9. Líneik Anna Sæv­ars­dóttir – Framsóknarflokkur – 1.3
  10. Halla Signý Krist­jáns­dóttir – Framsóknarflokkur – 1.2
  11. Páll Magn­ús­son – Sjálfstæðisflokkur – 1.1
  12. Albertína Frið­björg Elí­as­dóttir – Samfylking – 1.1

Sjá einnig: Endurgreiðslur vegna aksturs Ásmundar 40% hærri en í fyrra – „Eigum langt í land með gagnsæi“

Sjá einnig: Ásmundur fengið rúmar 23 milljónir vegna aksturs

Sjá einnig: Um þrefalt meiri akstur hjá þingmönnum í kosningaham – Skattgreiðendur borga (bensín)brúsann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?