Það þarf ekki að kosta formúu að skipta um litla þríhyrningslaga gluggann í forstofunni eða hurðina sem er aðeins stærri en hefðbundið telst. Danska fyrirtækið Skanva (Vinduesgrossisten í DK) opnaði byltingarkennda netverslun fyrir um sjö árum með sérsmíðaða glugga og hurðir og hefur síðan boðið viðskiptavinum sínum upp á hágæða vörur milliliðalaust og á afar samkeppnishæfu verði.
Bylting á Íslandi
Netverslanir Skanva eru í Danmörku, Þýskalandi og Noregi. Fyrir tveimur árum kom Skanva til Íslands og gjörbylti íslenskum markaði í sölu glugga og hurða. Skanva er fyrsta netverslunin á Íslandi þar sem fást gluggar og hurðir eftir sérmáli. „Við liggjum ekki með neitt á lager enda eru allar okkar vörur sérsmíðaðar undir danskri stjórn í verksmiðjunni í Hvíta-Rússlandi. Við hönnum alla glugga og hurðir hér í Danmörku ásamt því að kaupa hurðarhúna, lamir og annað frá dönskum og þýskum framleiðendum. Ferlið á vefsíðunni er sáraeinfalt og verðið kemur skemmtilega á óvart. Þess má geta að ef þú finnur ekki eitthvað á vefsíðunni sem þú hefur í huga, hvort sem það er ákveðinn litur, áferð eða efniviður, þá er um að gera að senda okkur fyrirspurn því við getum framleitt næstum hvað sem er,“ segir Hanna G. Guðmundsdóttir Overby, markaðsstjóri á Íslandi fyrir Skanva.
Einfalt að fá verðtilboð með reiknivélinni
„Ef fólk stendur í framkvæmdum yfir lengri tíma eða er í vafa um val á festingum, listum eða öðru, er hægt að geyma vöruna í körfu á síðunni uns hún er greidd. Þar til er hægt að gera allar nauðsynlegar breytingar. Í sýningarsalnum á Granda má skoða þær grunnlausnir sem við bjóðum upp á. Einnig gefur sölumaður upplýsingar og góð ráð varðandi gerð, samsetningu, litaval og ýmislegt annað sem þú gætir verið í vafa um. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að senda eða koma með eigin hugmyndir, hvort sem þær eru teiknaðar af fagaðila eða einfaldlega rissaðar upp á servíettu og fá okkur til þess að teikna upp og hanna glugga eða hurðir eftir því. Þessi þjónusta kostar ekkert aukalega.“
Það geta allir gert þetta!
„Vörurnar frá Skanva eru hannaðar með það í huga að þær séu einfaldar í uppsetningu og því er það ekki eingöngu á færi fagmanna að nýta sér þjónustu okkar. Þá erum við með youtube rás þar sem sjá má skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig á að setja upp Skanva-glugga eða -hurðir. Einnig má finna góðar ráðleggingar um viðhald til þess að tryggja það að hurðir og gluggar endist eins lengi og vel og mögulegt er.“
Gríðarmargir kostir við að kaupa frá Skanva!
Láttu senda heim að kantsteini!
Skanva er í samstarfi við Samskip. Viðskiptavinir geta valið um að sækja sjálfir pöntun í Samskip við Kjalarvog, eða fá sent heim að kantsteini þar sem vörur eru afhentar þar sem auðvelt aðgengi er fyrir báða aðila. „Þetta er stórsniðug lausn fyrir þá sem búa úti á landi, enda kappkostar Skanva að þjónusta alla viðskiptavini sína, óháð búsetu.“
Núna er tíminn!
„Nú er tíminn til þess að huga að framkvæmdum fyrir sumarið. Gluggaísetning og hurðaskipti er best að framkvæma yfir sumarmánuðina þegar veðuraðstæður eru sem bestar. Til að tryggja að vörurnar séu komnar til landsins í tæka tíð er tími til kominn að kynna sér lausnirnar sem við höfum upp á að bjóða.“
Skoðaðu úrvalið og fáðu verðtilboð samstundis á skanva.is
Sýningarrými Skanva er að Fiskislóð 31 E, 101 Reykjavík.
Sími: 558-8400
Fáðu hugmyndir á Instagram-síðunni okkar @skanva.is
Facebook: Skanva.is
Youtube: Skanva – Gluggar og hurðir