fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fréttir

Nýir hluthafar í Mjölni – formaðurinn lætur af störfum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. ágúst 2017 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman hafa nú keypt þriðjunghlut í íþróttafélaginu Mjölni. Jafnframt hefur formaður félagsins, Jón Viðar Arnórsson, látið af störfum. Þetta kemur fram í ítarlegri fréttatilkynningu frá Haraldi Nelson, framkvæmdastjóra félagsins. Fréttatilkynningin er svohljóðandi:

Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni. Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman eru meðal nýrra hluthafa í gegnum eignarhaldsfélagið Öskjuhlíð GP ehf. og hafa nú eignast um þriðjung í félaginu.

Mjölnir hefur vaxið mikið á síðustu árum og hjá félaginu æfa nú um 1.600 manns. Innan félagsins eru kenndar ýmsar bardagalistir, auk öflugs unglinga- og barnastarf og almennra þreknámskeiða undir merkjum Víkingaþreks. Æfingaaðstaða félagsins er í glæsilegu 3.000 fermetra húsnæði Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð.

Samhliða innkomu nýrra hluthafa hefur Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, óskað eftir því að láta af störfum sem starfandi stjórnarformaður, til að snúa sér að öðrum störfum, í það minnsta tímabundið. Jón Viðar er einn af stofnendum og hluthöfum Mjölnis og hefur þjálfað og starfað hjá félaginu frá stofnun. Hann verður áfram í hluthafahópi félagsins og í stjórn. Haraldur Nelson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mjölnis, mun áfram leiða uppbyggingu félagsins ásamt þjálfurum og öðrum starfsmönnum.

„Framundan eru spennandi tímar hjá Mjölni. Ný æfingaaðstaða okkar í Öskjuhlíðinni býður upp á áhugaverða vaxtarmöguleika og við munum efla starfsemi Mjölnis enn frekar á næstu mánuðum. Með nýju og glæsilegu æfingahúsnæði getum við bætt við okkur fleiri iðkendum og fjöldi nýrra námskeiða hefjast nú í september. Jón Viðar hefur unnið gríðarlega gott starf fyrir Mjölni og mun áfram vinna að framgangi félagsins, innan stjórnar sem utan. Með tilkomu nýrra hluthafa styrkist bakland Mjölnis enn frekar, sem gerir okkur kleift að vaxa áfram og veita iðkendum okkar enn betri þjónustu“, segir Haraldur Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis.

Um Mjölni

Mjölnir er til húsa í Öskjuhlíðinni, nánar tiltekið að Flugvallarvegi 3 í Reykjavík, þar sem Keiluhöllin og Rúbín voru áður til húsa. Innandyra er að finna sex æfingasali, lyftinga- og teygjuaðstöðu, þrektæki, MMA búr, boxhring, barnahorn, góða búningsklefa, heitan pott, kaldan pott og fleira. Þá má ekki gleyma hárgreiðslustofunni Járnsöxu, nuddstofu og veitingastað í víkingastíl.

Eigendur Mjölnis eru sex talsins og aðrir hluthafar til viðbótar við þá sem nú eru kynntir til leiks, eru þeir Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Haraldur Nelson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson.

Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir aðstöðuna í Mjölni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Býst við óvæntum vendingum og að þessir þrír flokkar myndi saman ríkisstjórn

Býst við óvæntum vendingum og að þessir þrír flokkar myndi saman ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rússneskum efnahag blæðir – „Versta hugsanlega útkoman“

Rússneskum efnahag blæðir – „Versta hugsanlega útkoman“