fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Þrálátur leki í Fossvogsskóla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. janúar 2020 16:21

Fossvogsdalur, útivistarsvæði, útivist, göngustígar, leiktæki, hjólastígar. Leiksvæði. *** Local Caption *** Fossvogsskóli, börn að leik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leki hefur komið upp í Vesturlandsbyggingu Fossvogsskóla. Lekið hefur með þakgluggum sem endurnýjaðir voru í haust og hefur lekinn valdið sjáanlegum skemmdum á innra byrði þaksins. Reynt hefur verið að komast í veg fyrir lekann síðan í desember en viðgerðir hafa ekki tekist að fullu. Slæmt tíðarfar undanfarinna vikna hefur gert viðgerðamönnum erfitt fyrir.

Í fréttatilkynningu frá upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar kemur fram að borgin muni ganga hratt og vel til verks um leið og færi gefast til að koma í veg fyrir lekann og lagfæra skemmdir af hans völdum. Í tilkynningunni er farið yfir þær aðgerðir og framkvæmdir sem hafa verið gerðar frá því í sumar, en þeim lauk í haust:

Endurbætur vegna rakaskemmda innanhúss:  Unnið var í öllum álmum, minnst í Austurlandi og mest í Vesturlandi. Víða var almálað, sett ný gólfefni, nýjar LED lýsingar, ný kerfisloft, nýjar innréttingar og handlaugar ofl. Unnið var að endurbótum vegna rakaskemmda eftir forskrift frá verkfræðistofunni Verkís og Náttúrufræðistofnun Íslands. Samhliða því gekk hluti framkvæmda út á að bæta innivist og hljóðvist Fossvogsskóla.

 Loftræsting: Settar voru nýjar öflugar loftræstisamstæður í Vesturland og Meginland, ásamt umtalsverðum endurbótum á stofnlögnum, endurnýjun hljóðgildra, inn- og útsogsrista ofl.

 Endurnýjun þaka Vesturlands og Miðlands: Þök beggja álma voru endurgerð að miklu leyti, settur á þau eldsoðinn pappi, klæðningar endurnýjaðar að hluta, gluggakerfi endurbætt og nýtt bárujárn sett á þökin.

 Glerveggur í bókasafni: Settur var nýr glerveggur í bókasafni.

 Matsalur og veggir á lóð:  Settur var stór gluggi með tveimur flóttaleiðum á suðurvegg matsals, gerð aðstaða innanhúss fyrir frístund, setbekkir, tröppur og útigeymsla sunnan við matsal.

 Lóðarfrágangur: Á eystri hluti lóðar skólans voru settar öflugar frárennslislagnir yfirborðsvatns, stígur var malbikaður og lóðin þökulögð. Eftir er að ljúka frágangi í kringum veggi og setbekki við matsal ásamt hellulögnum.

 Reglubundið viðhald skólans: Samhliða ofanskráðum framkvæmdum var unnið að reglubundnu viðhaldi skólans eins og endurnýjun raflagna, smáspennulagna, lýsingar og gólfefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa