Lífrænt og meinhollt lostæti verður í boði fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt fyrir utan Ostabúðina, Skólavörðustíg 8. Kynningin er haldin í samstarfi fyrirtækisins Lífræn Matvæli og Ostabúðarinnar og stendur yfir frá kl. 11 til 23. Í boði eru meðal annars gómsætar sælkerahnetur frá sænska fyrirtækinu „This is Nuts“, vegan beikon úr sjávarþangi frá „I sea bacon“ og hinar mögnuðu Wasabicashew-hnetur sem eru nýjung á markaðnum.
Vegan beikonið frá „I sea bacon“ úr sjávarþangi bragðast alveg eins og hefðbundið beikon en það hefur sannast á fjölmörgum þátttakendum í blindandi bragðkönnunum. Einstaklega bragðgóð náttúruafurð.
Margskonar gómsætar og bráðhollar hnetur er að finna undir merkinu „This is nuts“, sumar súkkulaðihúðaðar og bráðna í munni. Fjölbreytni og hollusta eru á meðal þess sem einkennir þessar lífrænu afurðir.
Wasabicashew eru splunkunýjar kasjúhnetur á markaðnum. Sterkt og ferskt bragðið einkennist af wasabi-jurtinni og hneturnar eru mjúkar undir gómi. Það er um að gera að kíkja upp á Skólavörðustíg á Menningarnótt og leyfa bragðlaukunum að upplifa þessa eftirminnilegu nýjung – ásamt öðrum lífrænum sælkeravörum frá Lífrænum Matvælum.