fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Þingmaður Pírata segir að Brynjar Níelsson verði að útskýra tengsl sín við strippstað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. ágúst 2017 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir að Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, verði að útskýra ummæli sín um tengsl sín við strippstaðinn Bóhem, sem rekinn var á Grensásvegi fyrir allmörgum árum. „Nefndin er marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er nú búinn að koma sér í,“ skrifar Gunnar Hrafn.

Komið hafa fram upplýsingar um að Brynjar Níelsson og Robert Downey hafi báðir unnið fyrir strippstaðinn Bóhem á sínum tíma. Róbert Downey hlaut fyrir skömmu uppreist æru sem gerir honum m.a. kleift að starfa sem lögmaður á ný. Hefur ákvörðunin vakið miklar deilur í samfélaginu en Róbert sat í fangelsi vegna margháttaðra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Brynjar hefur varið þessa ákvörðun og bent á að hún sé einfaldlega í samræmi við lög.

Brynjar hefur neitað því að hafa unnið fyrir strippstaðinn Bóhem og segir að gögnum um tengsl hans við staðinn hafi verið plantað í gagnagrunn Google. Fjölmiðillinn Stundin birtir hins vegar bréf sem virðist sanna að Brynjar hafi sinnt erindum fyrir Bóhem.

Gunnar Hrafn Jónsson
Gunnar Hrafn Jónsson

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Um þetta skrifar Gunnar Hrafn:

Brynjar þarf að útskýra sín ummæli um tengsl við strippstaðinn Bóhem í ljósi gagna sem sýna fram á að hann sé tvísaga og svara þeirri hörðu gagnrýni sem hann sætir sem nefndarformaður, stjórnarliði og kjörinn fulltrúi á Alþingi.

Annars hefur þessi nefnd engan tilgang eða trúverðugleika og nefndarstörfum er sjálfhætt. Ég minni á að þessi nefnd var gagngert búin til eftir hrun til að veita Alþingi aukið eftirlit með framkvæmdavaldinu.

Hvernig gengur það upp, þegar hið upprunalega markmið var að allir formenn nefndarinnar væru frá minnihlutanum, að Brynjar sitji áfram undir öllu þessu? Nefndin er marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er nú búinn að koma sér í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
Fréttir
Í gær

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar