fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Endurkoma Daða Freys – Stefnir á sigur með lag um nýfædda dóttur: „Mér finnst frábært að vera pabbi“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 25. janúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson birtist landsmönnum fyrst árið 2017 þegar hann hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Hvað með það? Hann stígur nú aftur á svið og segir lagið sem hann mun flytja fyrir alþjóð vera hans besta hingað til.

Daði Freyr býr í Berlín ásamt sambýliskonu sinni, Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur, en saman eiga þau dótturina Áróru Björgu sem fæddist í ágúst í fyrra. Daði Freyr segir lífið í Berlín vera ljúft og veðurfar og verðlag leiki þar stórt hlutverk.

„Ég fluttist fyrst frá Íslandi tæplega árs gamall en þá fylgdum við fjölskyldan föður mínum sem var að fara í hljóðtækninám í Danmörku. Átta árum síðar fluttum við svo aftur heim til Íslands og ég byrjaði í Laugalandsskóla þar sem mamma starfaði sem kennari. Eftir grunnskóla fór ég svo í FSU á Selfossi þar sem ég kynntist konunni minni. Eftir stúdentsprófið fluttum við svo hingað til Berlínar þar sem ég stundaði nám við dBs Music-háskólann. Ég útskrifaðist svo með BA-gráðu í „sound engineering and music production“ árið 2017 og hef starfað hér sem tónlistarmaður síðan.“

Aldrei verið svona lengi að semja nokkurt lag
Það sama ár tók Daði Freyr þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins og hafnaði sem fyrr segir í öðru sæti. Hann segist setja allt á fullt í ár og stefni að þessu sinni eðlilega alla leið.

„Við í Gagnamagninu höfðum rætt það í talsverðan tíma að taka aftur þátt í keppninni. Þátttaka okkar árið 2017 gekk nefnilega töluvert betur en við höfðum þorað að vona. Núna langar okkur að sjá hversu langt við getum farið með þetta.

Lagið sjálft kom í rauninni eftir að grunnhugmyndin að atriðinu var klár, með öðrum orðum er lagið samið út frá sviðsetningunni. En ég hef aldrei verið jafn lengi að semja nokkurt lag. Ég bjó til nokkra mismunandi grunna til að velja út og vinnuheitið á Think About Things er „júró 7“. Þegar ég var búinn að ákveða hvaða grunn ég ætlaði að klára var laglínan lengi að koma, ég prófaði sennilega tíu mismunandi laglínur, sem ég tók upp og hætti svo við, eins var með textann. En ég er mjög sáttur með útkomuna og þetta er klárlega uppáhalds lagið mitt með mér.“

Textann segir Daði Freyr vera sprottinn í kringum fæðingu dóttur hans en hún var sex mánaða þegar lagið varð til.

„Ég samdi lagið á ensku og það fjallar um dóttur okkar Árnýjar. Í grunninn fjallar lagið um það að elska manneskju óendanlega mikið en vita í raun ekki beint hvað henni finnst um þig og spenninginn sem fylgir því að vita hvað hún á eftir að hafa að segja. Ég er mjög spenntur að heyra hvað henni finnst um alls konar hluti. Íslenska útgáfan er svo miklu meira byggð á gríni og fjallar um Gagnamagnið sem kemur úr framtíðinni og utan úr geimi til að bjarga heiminum með dansi. Í þetta skiptið er ég samt raunverulega að reyna að komast sem lengst.“

Heppinn að eiga heilbrigt barn sem brosir alla daga
Spurður hvernig föðurhlutverkið leggist í hann segir Daði Freyr það fara vel af stað.

„Mér finnst frábært að vera pabbi, en við erum líka rosalega heppin að eiga heilbrigt barn sem brosir allan daginn. Auðvitað reynir hún samt stundum á þolinmæðina eins og öll börn, en þetta er ekkert nema gleðilegt verkefni. Við fluttum fyrir skömmu í nýja íbúð hér í Berlín og hún er svo fljót að príla upp á alla kassa og standa uppi við lappirnar á okkur þegar maður er að reyna að taka upp úr kössum. Við þurfum að fá pössun ef við viljum fara eitthvert út saman, en eigum marga, góða vini í Berlín sem eru meira en til í að hafa hana. Það er kannski skrítið að segja það en það kom mér fátt á óvart við að eignast hana, en ég veit svo sem ekki alveg við hverju ég bjóst. Þetta er bara mest búið að vera gaman.“

Þegar talið berst að dæmigerðum degi litlu fjölskyldunnar í Þýskalandi segir Daði Freyr þau vera heimakær með meiru.

„Yfirleitt vaknar annað hvort okkar með Áróru og gefur henni að borða meðan hitt fær að sofa aðeins lengur. Síðan skiptumst við á að vera með hana. Þegar Árný stendur vaktina næ ég að skapa tónlist inni í stúdíói, sem er eitt herbergið í íbúðinni, en þegar ég er með hana þá getur Árný verið að læra, hún er í mannfræði í Háskóla Íslands.“

Og Daði Freyr segir marga kosti fylgja því að búa í Berlín.

„Það er fyrst og fremst töluvert ódýrara að lifa hér en á Íslandi. Matur og þess háttar kostar töluvert minna og þar fyrir utan þurfum við ekki að vera á bíl. Íbúðin okkar er líka töluvert fínni en íbúð sem við hefðum efni á í Reykjavík, svo er veðrið auðvitað betra hér og andrúmsloftið rólegra. Ég er yfirleitt frekar meðvitaður um sjálfan mig þegar ég er á Íslandi, þar sem svo margir kannast við mig síðan úr Söngvakeppninni. Annars erum við alltaf á Íslandi yfir hásumarið og jólin, svo við erum alveg heilmikið á Íslandi líka. Við erum allavegana ekki farin að huga að flutningum heim eins og er, en auðvitað verðum við heima meðan á keppninni stendur, svo er aldrei að vita hvað verður. Ég sé ekki fyrir mér neitt annað en að halda áfram að skapa tónlist, hvort sem fólk nennir að hlusta eða ekki. Því er óhætt að segja að framtíðin sé full af tónlist og fleiri góðum stundum.“

Enskur texti við lag Daða

Baby I can’t wait to know.
Believe me I’ll always be there so.

Though I know I love you
I find it hard to see how you feel about me.
‘Cause I don’t understand you .
Oh you are yet to learn how to speak.

When we first met
I will never forget.
‘Cause even though I didn’t know you yet.
We were bound together then and forever
and I could never let you go.

Baby I can’t wait to know
what do you think about things.
Believe me I will always be there so
you can tell me anything and I’ll listen.

When we are together
there isn’t anywhere that I would rather be.
Three birds of a feather
I just hope you enjoy our company.

It’s been some time
and though hard to define,
as if the stars have started to align.
We are bound together,
now and forever
and I will never let you go.

Baby I can’t wait to know
what do you think about things.
Believe me I will always be there so
you can tell me anything and I’ll listen.

I might even know what to say
but either way at least I’ll be there.

Baby I can’t wait to know
what do you think about things.
Believe me I will always be there so
you can tell me anything and I’ll listen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa