Á Smiðjuvegi 1 í Kópavogi er heildverslunin HEGAS ehf. til húsa, en þar hefur sýningarsalur verslunarinnar verið endurnýjaður.
HEGAS hefur verið til húsa við Smiðjuveginn frá stofnun árið 1988 og sérhæft sig í lausnum fyrir innréttingar, innihurðir og tengdar vörur, þ.m.t. vélar og hráefni til innréttingasmíðar.
Við leggjum áherslu á að viðskiptavinurinn geti komið og fengið vöruna afhenta á staðnum, þess vegna er allur lager fyrirtækisins í sama húsnæði.
Áherslurbreytingar í innréttingum.
Jón Kristinn Snorrason verslunarstjóri segir að innréttingar hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Núna er t.d. mikið lagt upp úr umgengni í neðri skápa, lýsingu og sorpflokkun. „Við erum með ýmsar lausnir í þeim efnum,“ segir Jón Kristinn. Það er mikilvægt að staðna ekki og þess vegna fylgjast starfsmenn HEGAS vel með breytingum og vöruþróun. „Það hafa orðið miklar breytingar í efnum fyrir innréttingar, eins og ýmiss konar yfirborðsefnum, nýjungum í skúffubúnaði, nýjum litum og auknu úrvali í LED-lýsingu, okkur fannst mikilvægt og nauðsynlegt að endurnýja sýningarsal okkar og aðstöðu til að geta sýnt þessar nýjungar sem best,“ bætir Jón við. „Einnig höfum við endurnýjað heimasíðuna okkar, en þar er margt að sjá.“
Sjón er sögu ríkari
„Þó svo að sýningarsalurinn sé nýlega endurnýjaður höfum við breytt honum mikið síðan með ýmsum nýjungum,“ segir Jón Kristinn. „En sjón er sögu ríkari og við viljum endilega bjóða alla velkomna að koma og skoða úrvalið hjá okkur. Þeir sem geta ekki gert sér ferð til okkar geta nýtt sér nýju heimasíðuna okkar, www.hegas.is.“ bætir Jón við að lokum.