fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
FókusKynning

Skoðaðu bílinn í snjallsímanum

Skemmtileg nýjung í bílaviðskiptum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 6. ágúst 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að því að fjárfesta í nýjum bíl er úr vöndu að ráða og úrvalið gríðarlegt. Fjöldi bíla, bæklinga og mynda að skoða og spekúlera í. En nú er komin skemmtileg nýjung, því Ísband býður þér að skoða og kynna þér nýjan bíl í snjallsímanum.

Íslensk-Bandaríska ehf. í Mosfellsbæ er með bráðskemmtilega nýjung í boði fyrir væntanlega bílaeigendur, sem geta nú skoðað Jeep Compass í snjallsímanum. Þessi tækni hefur aldrei áður verið notuð hér á landi við kynningar á nýjum bíl.

Birta fór og kynnti sér málið og flautaði meðal annars bílflautunni, með snjallsímanum!

Það má meira að segja prófa flautuna í bílnum, með snjallsímanum.
Flautan virkar! Það má meira að segja prófa flautuna í bílnum, með snjallsímanum.

Mynd: Brynja

„Um er að ræða sérhannað forrit fyrir kynningu á Jeep Compass, byggt á Tango hugbúnaði, sem Google hannaði fyrir snjallsíma. Og kynninguna sýnum við á Lenovo Phab2 Pro snjallsíma,“ segir Sigurður Kr. Björnsson, markaðstjóri Íslensk-Bandaríska ehf.

Útlínur Compass eru teiknaðar á gólfi í sérstökum sýningarbás í sýningarsalnum og  hægt er að skoða bílinn frá öllum sjónarhornum, hátt og lágt. Hægt er að skipta um lit og felgur á bílnum, skoða stjórntæki og síðast en ekki síst er hægt að fara inn í bíllinn. Einnig er hægt að opna farangursrýmið og virða það fyrir sér. Það er engu líkara en bíllinn sé hreinlega á staðnum þegar hann er skoðaður með þessari skemmtilegu tækni.
Engu líkara en bíllinn sé á staðnum Útlínur Compass eru teiknaðar á gólfi í sérstökum sýningarbás í sýningarsalnum og hægt er að skoða bílinn frá öllum sjónarhornum, hátt og lágt. Hægt er að skipta um lit og felgur á bílnum, skoða stjórntæki og síðast en ekki síst er hægt að fara inn í bíllinn. Einnig er hægt að opna farangursrýmið og virða það fyrir sér. Það er engu líkara en bíllinn sé hreinlega á staðnum þegar hann er skoðaður með þessari skemmtilegu tækni.

Mynd: Brynja

Jeep Compass verður síðan frumsýndur þann 26. ágúst næstkomandi, sama dag og bæjarhátíð Mosfellinga „Í túninu heima“ hefst.

„Fyrstu bílar sem koma verða „Launch Edition“ og eru það vel útbúnir bílar í Limited útfærslu með mismunandi útbúnaði þó. Fyrst um sinn verður 2.0 lítra 170 hestafla dísilvél í boði, en síðar verður hægt að fá 1.4 lítra 170 hestafla bensínvél. Þá mun Compass verða fáanlegur í Trailhawk útfærslu, sem mun hafa meiri veghæð og vera betur útbúinn til aksturs utanvega,“ segir Sigurður.
Fyrstu bílarnir koma í lok ágúst, en þangað til má skoða þá í snjallsímanum. „Fyrstu bílar sem koma verða „Launch Edition“ og eru það vel útbúnir bílar í Limited útfærslu með mismunandi útbúnaði þó. Fyrst um sinn verður 2.0 lítra 170 hestafla dísilvél í boði, en síðar verður hægt að fá 1.4 lítra 170 hestafla bensínvél. Þá mun Compass verða fáanlegur í Trailhawk útfærslu, sem mun hafa meiri veghæð og vera betur útbúinn til aksturs utanvega,“ segir Sigurður.

Mynd: Brynja

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb