fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Nefnir sjö niðurdrepandi punkta um ríkisstjórnina á „mest niðurdrepandi“ degi ársins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ekki mikið álit á ríkisstjórninni. Hann setur fram sjö fullyrðingar um verk hennar á kjörtímabilinu, sem hann telur við hæfi á þessum degi:

„Þegar vel gengur er ríkisstjórnin ekki lengi að þakka sér fyrir það. Og með þeim rökum má alveg benda á ábyrgð þessarar sömu ríkisstjórnarinnar þegar illa gengur. Og úr því þriðji mánudagur janúarmánaðar hefur álitinn sem mest niðurdrepandi dagur ársins er kannski ráð að líta á sjö deprimeraða punkta“

segir Ágúst og setur fram eftirfarandi punkta:

  1. Yfir 8.000 manns eru nú atvinnulaus og hefur hlutfall þeirra aukist um helming síðan þessi ríkistjórn tók við völdum. Þessi fjöldi atvinnulausra er hærri en íbúafjöldi Vestfjarða.
  2. Hagvöxtur er horfinn og er samdráttur hafinn á vakt þessarar ríkisstjórnar. Sveiflan á ríkissjóði á síðasta ári varð 43 milljarðar kr. til hins verra.
  3. Starfsfólk Landspítalans hefur lýst yfir „neyðarástandi“ og standa núna yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans.
  4. „Allir málaflokkar sem varða fatlað fólk og örorkulífeyrisþega eru sveltir.“ Þetta er bein tilvitnun í umsögn Öryrkjabandalagsins um nýjasta fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar.
  5. Framhaldsskólar fá minna fjármagn árið 2020 en það sem þeir fengu í fyrra.
  6. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við og ná þau ekki lengur að dekka þann kostnað sem almenningur verður fyrir vegna stórútgerðarinnar.
  7. Ríkisstjórnin setur sérstaka aðhaldskröfu á spítala, skóla og hjúkrunarheimili í nýjustu fjárlögunum sínum.

Við getum gert svo miklu betur og vonandi mun það sjást í næstu kosningum,“

segir Ágúst að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur