fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Einelti og kynferðisleg áreitni könnuð á Alþingi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi stendur nú fyrir rannsókn á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni. Frá þessu er greint á vef Alþingis.

Félagsvísindastofnun hefur umsjón með rannsókninni. Um er að ræða netkönnun með spurningum bæði til þingmanna og starfsmanna sem tekur mið af rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) og Evrópuráðsþingsins (PACE) á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á evrópskum þjóðþingum og verða niðurstöður því að hluta til samanburðarhæfar.

Einnig verður nýleg rannsókn sem Félagsvísindastofnun vann fyrir velferðarráðuneytið á íslenskum vinnumarkaði, Valdbeiting á vinnustað, höfð til hliðsjónar og samanburðar.

Hvatt til þátttöku

Könnunin er þannig þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar, svo sem eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni, á þjóðþingum Evrópu, en hún er einnig til að afla almennra upplýsinga um Alþingi sem vinnustað og sameiginlegt starfsumhverfi þingmanna og starfsmanna.

Starfsmenn og þingmenn hafa fengið bréf frá forseta Alþingis með hvatningu til að taka þátt í könnuninni, þar sem bent er á að góð svörun auki verulega gæði könnunarinnar og gagnsemi. Þá er áréttað að netföng verði ekki tengd svörum þátttakenda og engar aðrar persónugreinanlegar upplýsingar verði nýttar í rannsókninni, hvorki við greiningu gagna né framsetningu niðurstaðna í lokaskýrslu.

Sláandi niðurstöður

Samkvæmt nýrri rannsókn meðal kvenna sem starfa nú, eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi, kom í ljós að um 80 prósent þeirra hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Alls tóku 33 konur þátt í rannsókninni, karlar voru ekki spurðir og var svarhlutfallið 76 prósent, en rannsóknin kom út í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar í október.

Sjá einnig: Um 80% þingkvenna á Íslandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi

Sjá einnig: Fyrrverandi þingmaður stígur fram – „Gerandinn var í flestum tilfellum kona“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?