Biðin eftir næsta sumri styttist og enginn veit hvernig laxveiðin verður á sumri komanda. Snjómagnið er aðeins meira en í fyrra en allt getur breyst á stuttum tíma. En enginn veit hverning veiðin verður, það er vandamálið, nákvæmlega sama sama staðan og í fyrra. Það vissi enginn neitt og allir vita hverning fór með veiðina á stórum hluta landsins. Hún klikkaði verulega.
Við skulum vona að veiðin verði betri í ár og Einar er farinn að bjóða félagsmönnum aftur heil holl í Norðurá í Borgarfirði. Bara það eru viss tímamót. Og fleiri og fleiri laxveiðiár banna maðkinn eins og Elliðaárnar og Blanda. Eftir 10 til 15 ár verður öll maðkveiði bönnuð.
Það sem stýrir ferðinni í þessu öllu saman en hvað gerist í hafinu. Ráðherra vill láta færa fiskeldið nær laxveiðiánum, helst uppí ósana, það er næsta mál.
Sumarið í sumar er stórt spurningamerki, enginn veit neitt, hafið stjórnar öllu og laxinn kemur kannski. Vonandi kemur hann og við fáum gott vatn og laxatorfur.
Mynd. Sumarið í sumar er stórt spurningamerki. Mynd GB