fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Náttfatatískan kemur sterk inn

Beckham klæðist eigin hönnun

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Victoria Beckham hefur aldeilis breytt um fatastíl og klæðist í dag nær eingöngu fatnaði úr eigin fatalínu. Og ef eitthvað er að marka klæðaburð Beckham þá er náttfatatískan það heitasta í dag.

Einkennismerki Victoriu Beckham, sem öðlaðist fyrst frægð á tíunda áratugnum, sem Fína kryddið í stúlknahljómsveitinni Spice Girls, var litli svarti Gucci kjóllinn. En í dag má segja að hún hafi umbylt fatastílnum. Hún er með eigin fatalínu, sem heitir einfaldlega Victoria Beckham og klæðist nær eingöngu fatnaði úr eigin línu.

var aðalsmerki Beckham þegar hún var í Spice Girls.
Litli svarti kjóllinn var aðalsmerki Beckham þegar hún var í Spice Girls.

Mynd: This content is subject to copyright.

Tískuvikan hefst í New York eftir viku, þann 7. september og því eðlilegt að Beckham sé gangandi vörumerki fyrir eigin línu. Sést hefur til hennar í náttfötunum bæði í bleiku og bláu, en þau eru hluti af vorlínunni fyrir árið 2018.
Sennilega afslappaður og látlaus stíll. Og þægileg hugsun að vita að maður getur bara klæðst sömu fötunum allan sólarhringinn, heima sem að heiman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans