Rjúpnaveiðin gekk ágætlega á síðasta ári en engar upplýsingar liggja enn fyrir hvað margar rjúpur voru skotnar. Árið 2017 voru skotnar um 40 þúsund fuglar og árið 2018 um 45 þúsund fuglar.
Á síðasta ári voru fleiri veiðidagar og líklega hafa verið skotnir nálægt 50 þúsund fuglar. Endanlegar tölur eru á leiðinni þessa dagana og verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður.
,,Ég hef á tilfingunni að þetta séu í kringum 50 þúsund fuglar, það á eftir að koma betur í ljós,“ sagði skotveiðimaður sem við ræddum við, allavega fengu flestir í jólamatinn og sumir meira.
Útiveran er góð, veðurfarið var missjafnt en veiðimenn gátu valið sér daga til að fara og það er fyrir mestu heldur en að bara í vitlausu veðri. Það eru bara vandræði. Fyrirkomulagið í ár til mikilla bóta frá því sem áður var.
Mynd. Á rjúpu. Mynd Áki Ármann.