Allt stefndi í að tegundin myndi deyja út því þegar verst var voru aðeins tvö karldýr eftir og tólf kvendýr. En þökk sé miklu framlagi Diego er staðan nú gjörbreytt. Hann var fluttur til eyjunnar Santa Cruz úr dýragarði í San Diego á sjöunda áratugnum til að verða hluti af ræktunaráætlun þar sem miðaði að því að bjarga tegundinni frá því að deyja út. Nokkrar aðrar risaskjaldbökur voru einnig fluttar til Santa Cruz.
Diego hefur staðið sig svo vel, og greinilega gengið mjög í augun á kvendýrunum, að fjöldi afkvæma hans hefur verið sendur til Espanola og hefur tegundinni verið bjargað frá útdauða. Nú eru um 2.000 skjaldbökur í stofninum og telja vísindamenn að Diego hafi feðrað að minnsta kosti 800 þeirra.
Diegeo fæddist á Espanola fyrir 100 árum en var fluttur þaðan 20 árum síðar þegar vísindamenn tóku ýmis dýr með sér þaðan. En nú fær hann að snúa aftur á heimaslóðirnar og eyða ævikvöldinu þar að afloknu frábæru starfi (og kynlífi) í þágu tegundarinnar. Ævikvöldið gæti þó orðið nokkuð langt enda skjaldbökur oft ansi langlífar.