fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hefur feðrað rúmlega 800 afkvæmi – Bjargaði tegundinni frá útrýmingu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. janúar 2020 22:00

Mynd úr safni. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að risaskjaldbakan Diego hafi staðið sig vel, eiginlega bara frábærlega, þegar kemur að ástarlífinu. Diego hefur feðrað rúmlega 800 afkvæmi og þar með nánast bjargað tegund sinni frá útrýmingu. Diego og tegund hans búa á eyjunni Espanola sem er ein Galapagoseyja.

Allt stefndi í að tegundin myndi deyja út því þegar verst var voru aðeins tvö karldýr eftir og tólf kvendýr. En þökk sé miklu framlagi Diego er staðan nú gjörbreytt. Hann var fluttur til eyjunnar Santa Cruz úr dýragarði í San Diego á sjöunda áratugnum til að verða hluti af ræktunaráætlun þar sem miðaði að því að bjarga tegundinni frá því að deyja út. Nokkrar aðrar risaskjaldbökur voru einnig fluttar til Santa Cruz.

Diego hefur staðið sig svo vel, og greinilega gengið mjög í augun á kvendýrunum, að fjöldi afkvæma hans hefur verið sendur til Espanola og hefur tegundinni verið bjargað frá útdauða. Nú eru um 2.000 skjaldbökur í stofninum og telja vísindamenn að Diego hafi feðrað að minnsta kosti 800 þeirra.

Diegeo fæddist á Espanola fyrir 100 árum en var fluttur þaðan 20 árum síðar þegar vísindamenn tóku ýmis dýr með sér þaðan. En nú fær hann að snúa aftur á heimaslóðirnar og eyða ævikvöldinu þar að afloknu frábæru starfi (og kynlífi) í þágu tegundarinnar. Ævikvöldið gæti þó orðið nokkuð langt enda skjaldbökur oft ansi langlífar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti