fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Birti þessa mynd af jólagjöfinni og missti vinnuna í kjölfarið

Pressan
Þriðjudaginn 31. desember 2024 07:00

Umrædd mynd. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2013 starfaði Hussien Mehaidli, 27 ára Kanadamaður, sem yfirmaður hjá fyrirtækinu Fastebal sem selur ýmsa vélarhluti og annað til iðnaðarfyrirtækja. Öll þessi ár hafði hann fengið stóra gjafakörfu fulla af ýmsu góðgæti í jólagjöf frá fyrirtækinu. Eftir nokkurra ára starf var gjöfin svolítið öðruvísi. Þá fengu starfsmennirnir eina flösku af grillsósu eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Þetta fannst Mehaidli ansi aum jólagjöf og lái honum hver sem vill.

„Mér fannst ég hafa gefið þessu fyrirtæki svo mikið og fannst sem mér væri sýnd óvirðing þegar ég fékk grillsósu í jólagjöf.“

Sagði hann í samtali við CTV News.

Hann var svo ósáttur við gjöfina að hann ákvað að birta mynd af henni á Twitter og skrifa um óánægju sína. Hann gerði það undir leyninafni. En daginn eftir hringdi yfirmaður hans í hann og kallaði hann þá ekki Hussien heldur Minipat sem er notandanafnið á Twitteraðganginum sem hann notaði til að gagnrýna jólagjöfina. Þá áttaði hann sig á að hann hafði eitt sinn deilt mynd á þeim aðgangi sem var tekin við borðið hans í vinunni. Af þeim sökum komst upp um hann.

Tíu dögum eftir að hann skrifaði færsluna var hann boðaður á fund og sagt upp störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist