fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Fórnarlambi mansals neitað um vernd á Íslandi – Send úr landi ásamt eiginmanni og 8 ára dóttur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Sunday Iserien, 32 ára, og Joy Lucky, 29 ára, eru nígerískir hælisleitendur og hafa búið hér á landi síðastliðið eitt og hálft ár. Þau komu hingað með átta ára gamalli dóttur sinni Mary snemma árs 2016 og óskuðu eftir vernd. Lífið hefur reynst þeim erfitt en þau hafa upplifað ofbeldi, hótanir, gríðarleg áföll og fátækt í Nígeríu og á Ítalíu, en þau flúðu þangað fyrir níu árum. Joy var seld í vændi þegar hún kom til Evrópu en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum að vísa fjölskyldunni úr landi og til Nígeríu.

Joy, Sunday og Mary. Mynd/Ragnheiður Freyja

„Mary er átta ára glaðlynd stelpa sem talar íslensku og gengur hér í skóla í fyrsta sinn á ævinni,“

segir Ragnheiður Freyja fyrir hönd fjölskyldunnar í samtali við Bleikt. Mary hefur aldrei átt heima í Nígeríu. Hún hefur verið búsett hér á landi í eitt og hálft ár og unir sér vel að sögn Ragnheiðar. Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfyrirtækinu í Hafnarfirði allan þann tíma sem þau hafa búið á Íslandi. Joy er að læra íslensku og bíður eftir því að fá sálfræðiaðstoð varðandi afleiðingar þess ofbeldis sem hún varð fyrir.

„Joy er jafnframt mjög hrædd við þá aðila sem seldu hana í ánauð á sínum tíma, snúi hún til baka til heimalands síns.“

Mynd/Ragnheiður Freyja

Ákveðið hefur verið að fjölskyldan fái ekki hæli né dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli þess að Nígería sé öruggt land.

„Það á þó ekki við um þessa fjölskyldu né er það eðlilegt að senda barn þangað sem aldrei hefur búið þar. Það er ekki það sem er Mary fyrir bestu,“

segir Ragnheiður. Sunday og Joy segja að það eina og hálfa ár sem þau hafi búið hér sé í fyrsta sinn í áratug sem þau hafa upplifað öryggi. Áður en hjónin komu hingað höfðu þau búið á Ítalíu þar sem þau bjuggu á götunni og betluðu sér til matar um tíma.

Við meðferð máls þeirra hérlendis var komist að þeirri niðurstöðu að þau væru í of viðkvæmri stöðu til þess að vera send aftur til Ítalíu, meðal annars vegna þess að Joy hefði verið fórnarlamb mansals og að þau væru ung hjón með barn og þau skyldu fá efnislega meðferð hér. Nú hefur verið ákveðið að vísa þeim úr landi og senda þau til Nígeríu.

„Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi. Ef stjórnvöld senda okkur til baka þá munu þau leggja líf okkar í rúst,“

sagði Sunday við Morgunblaðið.

Mary er glaðlynd og gengur vel í skóla á Íslandi. Mynd/Ragnheiður Freyja

Aðstandendur og vinir fjölskyldunnar hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Sigríði Á. Anderssen dómsmálaráðherra til að stöðva þessa brottvísun og krefjast þess að umsókn þeirra verði skoðuð að nýju. Nú þegar hafa safnast rúmlega 1700 undirskriftir.

Hér má nálgast undirskriftasöfnunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfileg tíðindi bárust frá Suður-Ameríku: Látinn aðeins 20 ára gamall – ,,,Það er svo sársaukafullt að kveðja“

Skelfileg tíðindi bárust frá Suður-Ameríku: Látinn aðeins 20 ára gamall – ,,,Það er svo sársaukafullt að kveðja“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.