fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Alþjóðlegur banki vildi óvenjulegar persónuupplýsingar um Önnu – „Hvern djöfulinn kemur þeim það við?”

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 11. janúar 2020 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir, vélstjóri á eftirlaunum, flutti til Tenerife í haust og hefur birt þaðan reglulega pistla á Facebook sem hafa vakið mikla athygli og oft á tíðum kátínu. Færsla dagsins lýsir því hvernig henni gekk að útvega sér bankareikning eftir flutningarnar. En fyrsta tilraun hennar bar ekki erindi sem erfiði.

Óvenjuleg spurning

Önnu var ráðlagt þegar hún flutti að opna bankareikning á Tenerife, en slíkt myndi auðvelda henni nokkuð lífið.

„Deutsche bank varð fyrir valinu, velþekktur alþjóðlegur banki með útibú skammt frá bústað mínum hér í Los Cristianos og ekki var verra að þjónustufulltrúinn talaði prýðis ensku. Hún fór vel yfir pappírana mína og skoðaði svo eitthvað í tölvunni sinni og spurði svo:
Hefurðu tekið þátt í pólitísku starfi?”

Önnu brá við þessa spurning. „Hvern djöfulinn kemur þeim það við hvort ég hafi tekið þátt í pólitísku starfi? Ég svaraði því með réttu að ég væri jafnaðarmanneskja, hefði verið í framboði á vegum jafnaðarmanna, væri friðarsinni og verið virk í Amnesty International.”

Í kjölfarið var Önnu tilkynnt að umsókn hennar yrði tekin til skoðunar á æðri stöðum og mætti hún vænta svars innan tveggja virkra daga. Raunin reyndist þó önnur.

„Rúmum tveimur vikum síðar fékk ég skilaboð í gegnum frændfólk mitt búsettu hér í bæ, að umsókninni hefði verið hafnað. Aldrei hafði þjónustufulltrúinn samband við mig beint og aldrei fékk ég neina skýringu á höfnuninni.”

Fékk hún nei því hún var Íslendingur?

Örfáum dögum eftir að Önnu var neitað um að opna bankareikning var greint frá skráningu Íslands á gráan lista FATF vegna ónægrar varnar gegn peningaþvætti  og skömmu síðar kom Samherja málið fræga upp.

„ Síðan þetta var hafa tveir einstaklingar sem telja sig vera með góða viðskiptasögu tjáð mér sömu niðurstöðu hjá Deutsche bank hér á Tenerife, en að minnsta kosti annar þeirra hefur tekið þátt í pólitísku starfi á Íslandi, þó ekki á vinstri kantinum eins og ég.”

Önnu minnir þá að sú saga hafi gengið síðasta haust á Facebook að Deutsche bank hafi notað íslenska auðmenn með pólitísk ítök til að þvætta illa fengið fé.

„Deutsche bank þekki sína líka og hafi notað íslenska peningamenn með ítök á æðstu stöðum til að þvo fyrir sig illa fengna rússneska peninga á fyrsta áratug aldarinnar. Ekki veit ég neitt um það, en þetta gekk um á Facebook síðastliðið haust. Er þá nema von að þeir hafni venjulegum Íslendingum sem ætla má að mun auðveldara sé að múta? En hvar fékk þýskur stórbanki upplýsingar um pólitíska fortíð mína?”

Allt er gott sem endar vel

Það liðu mánuðir áður en Anna reyndi aftur að opna reikning, og í þetta skipti reyndi hún hjá spænskum banka.

„Það liðu mánuðir áður en ég hætti mér á ný inn í musteri Mammons hér í Paradís. Nú varð spænski Sabadell bankinn fyrir valinu og sem er í sama verslunarkjarna og Deutsche bank. Þjónustufulltrúinn talaði einnig prýðis ensku og svo er hægt að skoða heimasíðuna á ensku. Þau spurðu ekkert um pólitík en vildu sjá vottorð um viðskiptasögu mína sem ég sýndi þeim en að því búnu var ég boðin velkomin í viðskipti.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Í gær

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér