fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Dásamleg innsýn í ríkan menningarheim Írana

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íran er mikið í fréttum þessa dagana – og flest er það neikvætt. Því verður vart neitað að Íran er stjórnað af illþýði – hvergi á byggðu bóli eru jafn margar aftökur, trúræðinu er haldið uppi með öfgasveitum sem kallast Byltingarverðir. Í þessu felst gríðarleg spilling – Íran mun, þrátt fyrir að hampa trúnni svo mjög, vera eitt spilltasta ríki heims.

En Íran er líka menningarríki. Land með stórbrotna sögu – saga Persa sem byggja Íran nær langt aftur fyrir Krists burð og þeir voru helsta veldi í Miðausturlöndum á löngu tímaskeiði. Þá byggðu þeir borgir eins og Persepolis sem Trump hótar nú að granda. Löngu á undan honum var reyndar á ferðinni Alexander mikli og tók borgina. Svo löng er tímalínan.

Hér lítil og afar falleg stuttmynd sem hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar. Hún er ekki nema ein mínúta. Í henni eru þó smáatriði sem segja langa sögu. Konan og maðurinn eru að fara með kvæði eftir skáldið Hafez sem var uppi á 14. öld – skáldskapur hans er talinn hápunktur hinnar merku bókmenningar Persa. Það er svo til marks um að Iran er enn menningarríki – þrátt fyrir ömurlegt stjórnarfar – að á síðari árumhefur kvikmyndagerð þar staðið með miklum blóma.

En gömlu hjónin fara semsé með kvæði og í næsta bíl eru hjón að rífast með barn í aftursætinu. Gamli maðurinn endar með því að færa unga fólkinu blómin. En það er þá að við sjáum að sæti konunnar er í raun autt. Hann er á leiðinni með blómin í kirkjugarðinn til hennar. Það er fimmtudagur, ég les á einum stað að þá tíðkist að heimsækja liðna ættingja í kirkjugarða í Íran.

Þetta er sjónarhorn inn í sannan menningarheim sem gott væri að kynnast betur – á tíma hótana og svigurmæla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?