fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024

Hætti að plokka augabrúnirnar og fær meiri athygli frá karlmönnum en áður: „Ég held að sumir karlmenn séu með blæti fyrir þessu“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 19:30

Sarah Marie Clark

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Marie Clark, 18 ára, var vön að plokka augabrúnirnar í hverri viku. En hún hefur sagt skilið við plokkarann og fær nú fleiri boð á stefnumót en áður.

Hún opnar sig um þetta í viðtali við The Sun.

„Ég hef alltaf vitað að ég gæti verið með samvaxna augabrún, en eins og allir aðrir þá bara fjarlægði ég hárin á milli án þess að pæla eitthvað frekar í því. Ég hélt að það væri ekki möguleiki að halda þeim,“ segir hún.

Sarah Marie er förðunarfræðingur og fyrirsæta frá Danmörku. Hún segir að vinir hennar og strákarnir sem hún var að hitta voru ekki hrifnir að þeirri hugmynd að hún myndi leyfa augabrúnum sínum að vaxa.

„Áður en ég leyfði hárunum að vaxa var ég vön að segja strákunum sem ég var að hitta að mig langaði að hætta að plokka mig, og þeir sögðu: „Nei ekki gera það, þá áttu eftir að líta út fyrir að vera skrýtin.“ Ætli þannig sé ekki stefnumótamenning unglinga,“ segir Sarah Marie.

„Þetta breytir andlitinu þínu frekar mikið og ég var spurð hvað ég myndi gera ef ég væri ekki hrifin af því, ég svaraði þá að ég myndi þá bara raka á milli.“

Sarah Marie segir að hún hafi byrjað á því að teikna á sig samvaxna augabrún og hafi verið svo hrifin af því að hún ákvað að slá til.

Síðan þá hefur hún fengði fjölda verkefna sem fyrirsæta og segir að karlmenn fá ekki nóg af útliti hennar.

„Oftast hræðir þetta menn í burtu, en ég held að það sé jákvætt því það þýðir að þetta hræðir slæmt fólk í burtu og ég get losað mig við alla fávitana,“ segir hún.

„Ég hef eytt flestum skilaboðunum því mér finnst þau óþægileg en einn gaur sendi mér skilaboð og sagðist gera hvað sem er til að hitta mig og fara á stefnumót með mér, vegna samvöxnu augabrúnar minnar. Ég held að sumir karlmenn séu með blæti fyrir þessu. Sumir karlmenn senda mér einkaskilaboð. Ég fæ mikið af boðum á stefnumót, menn reyna við mig.“

Sarah áður en hún leyfði augabrúnum sínum að vaxa.

En viðbrögðin við augabrúnunum eru ekki aðeins jákvæð, heldur hefur hún fengið mörg neikvæð og ljót skilaboð. Þrátt fyrir það vill hún ekki plokka samvöxnu augabrún sína.

Hún hefur einnig lent í leiðinlegum atvikum, eins og þegar hún var í strætó og fjórar unglingsstelpur fóru að taka myndir af henni og öskra á hana.

„En brandarinn er á þeirra kostnað því ég fæ tækifæri og vinnu vegna augabrúnar minnar,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gaf öllum liðsfélögunum 42 þúsund króna jólagjöf

Gaf öllum liðsfélögunum 42 þúsund króna jólagjöf
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Laufey skákar Bítlunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.